
Þrír ungir og efnilegir leikmenn hafa skrifað undir langtímasamninga við Þrótt.
Viktor Steinarsson, fæddur 2004, Liam Daði Jeffs, fæddur 2006 og Hlynur Þórhallsson, fæddur 2005 hafa allir skrifað undir samninga á síðustu vikum.
Þeir hafa verið lykilmenn í 2. flokks liði félagsins en Þróttarar binda miklar vonir við þessa leikmenn.
Þess má til gamans geta að Liam Daði er sonur Ian Jeffs sem þjálfar meistaraflokk félagsins.
Athugasemdir