
Á fimmtudag fer fyrri leikur Kósovó og Íslands í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar fram í Pristina.
Amir Rrahmani, fyrirliði og líklega besti leikmaður Kósovó, er tæpur fyrir leikinn en hann fór meiddur af velli á 77. mínútu í leik með Napoli gegn Venezia í gær.
Amir Rrahmani, fyrirliði og líklega besti leikmaður Kósovó, er tæpur fyrir leikinn en hann fór meiddur af velli á 77. mínútu í leik með Napoli gegn Venezia í gær.
Antonio Conte, stjóri Napoli, telur að meiðslin séu ekki alvarleg en leikmaðurinn verði skoðaður í samráði við læknalið Kósovó.
Rrahmani er leiðtogi í vörn ítalska stórliðsins og einnig landsliði Kósovó. Fótboltasamband Kósovó hefur ekkert gefið út um meiðslin enn sem komið er.
Þess má geta að Rrahmani lék tvo landsleiki með Albaníu áður en hann hóf að leika fyrir Kósovó. Hann skoraði fyrir Albaníu í vináttulandsleik gegn Kósovó 2015 og er líklega eini leikmaður heims sem hefur skorað fyrir annað landslið gegn því landsliði sem hann spilar fyrir í dag.
Athugasemdir