Dani Alves, fyrrum leikmaður Barcelona og Brasilíu, var fyrr á árinu dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Hann áfrýjaði dómnum og gengur nú laus eftir að hafa borgað tryggingagjald.
Alves bíður eftir að áfrýjunin verði tekin fyrir en á meðan hefur hann tekið aftur saman við eiginkonu sína, Joana Sanz.
Sanz sýndi frá því á samfélagsmiðlum að hún væri byrjuð að undirbúa skilnað eftir að Alves var fundinn sekur um að hafa naugað konu á skemmtistað í Barcelona.
Alves bíður eftir að áfrýjunin verði tekin fyrir en á meðan hefur hann tekið aftur saman við eiginkonu sína, Joana Sanz.
Sanz sýndi frá því á samfélagsmiðlum að hún væri byrjuð að undirbúa skilnað eftir að Alves var fundinn sekur um að hafa naugað konu á skemmtistað í Barcelona.
Parið virðist hinsvegar hafa leyst úr sínum ágreiningi og Sanz birti mynd af þeim haldast í hönd en bæði eru með húðflúrið '1+1=1' á hendinni.
Þá hefur slúðurblaðið Diez Minutos birt myndir af parinu leiðast um götur Barcelona en Alves er klæddur í sömu föt og þegar hann þurfti að gefa sig fram til skilorðsfulltrúa síns síðastliðinn föstudag.
Athugasemdir