Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mán 25. mars 2024 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Dani Alves látinn laus gegn tryggingu en hvaðan kom peningurinn?
Mynd: Getty Images
Fyrrum fótboltamaðurinn Dani Alves mætti fyrir rétt í dag og var eftir það látinn laus gegn tryggingu og þarf hann því ekki að sitja í fangelsi næstu vikur.

Alves var á dögunum dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga konu á skemmtistað í Barcelona, en atvikið átti sér stað eftir HM í Katar fyrir tveimur árum.

Brasilíumaðurinn áfrýjaði dómnum og samþykkti þá dómstóllinn að láta hann lausan gegn tryggingu.

Faðir Neymar var sagður hafa greitt tryggingu Alves, en hann neitaði fyrir það á Instagram.

Samkvæmt arabískum blaðamanni var það hollenski sóknarmaðurinn Memphis Depay sem greiddi eina milljón evra til að fá Alves lausan, en eignir Brasilíumannsins voru frystar og hefur hann því ekki heimild til að nota eigið fé.

Depay og Alves voru liðsfélagar hjá Barcelona tímabilið 2021-2022 og eru greinilega enn góðir mátar ef marka má þessar upplýsingar.
Athugasemdir
banner
banner