Sky Sports valdi franska sóknartengiliðinn Rayan Cherki besta mann leiksins í hádramatísku 5-4 tapi liðsins gegn Manchester United í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.
Cherki var allt í öllu í sóknarleik Lyon og taldi sig sennilega hafa gert nóg til að koma franska liðinu áfram.
Ótrúleg endurkoma United í seinni hluta framlengingarinnar kramdi drauma Lyon sem er úr leik.
Cherki fékk að minnsta kosti nafnbótina sem besti maður leiksins frá Sky með 8 í einkunn. Caemiro fékk sömu einkunn í liði Man Utd.
André Onana, sem átti hryllilegt kvöld gegn Lyon í síðustu viku, náði að jafna sig af þeirri frammistöðu og fær 7 fyrir framlag sitt í kvöld.
Man Utd: Onana (7), Mazraoui (6), Maguire (7), Yoro (6), Dalot (7), Ugarte (7), Casemiro (8), Dorgu (6), Garnacho (7), Fernandes (7), Hojlund (6).
Varamenn: Shaw (5), Mainoo (7), Mount (6), Eriksen (6), Amass (6).
Lyon: Perri (6), Maitland-Niles (7), Mata (5), Niakhate (5), Tagliafico (6), Tolisso (6), Akouokou (6), Veretout (6), Cherki (8), Mikautadze (6), Almada (7).
Varamenn: Tessmann (6), Lacazette (7), Fofana (7), Abner Vinicius (5), Caleta-Car (5).
Rodrigo Bentancur var bestur í 1-0 sigri Tottenham á Eintracht Frankfurt.
Hann fær 9 en Guglielmo Vicario, Micky van de Ven, Dominic Solanke og Mathys Tel fylgdu fast á eftir með 8.
Eintracht Frankfurt: Santos (5), Theate (5), Koch (6), Ekitike (7), Kristensen (6), Skhiri (6), Larsson (6), Bahoya (5), Brown (5), Gotze (Spilaði ekki nóg)), Tuta (6).
Varamenn: Uzun (6).
Tottenham: Vicario (8), Porro (7), Romero (7), Van de Ven (8), Udogie (7), Bentancur (9), Bergvall (7), Maddison (7), Johnson (6), Solanke (8), Tel (8).
Varamenn: Kulusevski (6).
Chelsea komst áfram í undanúrslit Sambandsdeildarinnar þrátt fyrir 2-1 tap gegn Legia.
Filip Jörgensen, markvörður Chelsea, var slakasti maður vallarins með 4 og þá áttu þeir Nicolas Jackson, Christopher Nkunku, Josh Acheampong og Tosin Adarabioyo engan stjörnuleik.
Claude Goncalves, leikmaður Legia, var valinn bestur með 8.
Chelsea: Jorgensen (4), Acheampong (5), Tosin (5), Badiashile (6), Cucurella (7), James (6), Dewsbury-Hall (6), Sancho (7), Palmer (6), Nkunku (5), Jackson (5).
Varamenn: George (6), Gusto (5), Madueke (6).
Legia Warsaw: Kovacevic (7), Pankov (6), Ziolkowski (7), Kapuadi (7), Vinagre (5), Oyedele (6), Elitim (6), Goncalves (8), Morishita (7), Pekhart (7), Luquinhas (7).
Varamenn: Chodyna (5), Szczepaniak(5), Augustyniak (5).
Athugasemdir