Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. apríl 2025 22:32
Brynjar Ingi Erluson
Hetjan Maguire í sjöunda himni - „Geggjuð tilfinning“
Harry Maguire fagnar fyrir framan stuðningsmenn United
Harry Maguire fagnar fyrir framan stuðningsmenn United
Mynd: EPA
Harry Maguire var hetja Manchester United í ótrúlegri endurkomu liðsins gegn Lyon í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Old Trafford í kvöld og var auðvitað hæst ánægður með að koma liðinu í undanúrslitin.

Man Utd komst í 2-0 í leiknum en Lyon náði að jafna metin í síðari hálfleik og komast síðan í 4-2 í framlengingunni.

Allt stefndi í að United væri á leið úr leik en vonin dó aldrei. Bruno Fernandes minnkaði muninn úr vítaspyrnu og undir lokin skoraði Kobbie Mainoo áður en Harry Maguire stangaði United áfram í undanúrslitin.

„Þetta var augljóslega ótrúlegur leikur. Við lögðum mikla vinnu í hann og vorum með alla stjórn í síðari hálfleik. Við fengum færin til að skora þriðja, en síðan kom mark upp úr engu hjá þeim og það kom okkur svolítið á afturfæturna.“

„Að lenda 4-2 undir gegn tíu mönnum í framlengingu er ekki nógu gott. Við opnuðum okkur of mikið, en við fundum andann og það er nákvæmlega það sem þessi leikvangur gefur okkur.“

„Mér fannst eins og fjórða markið þeirra hafi verið óvænt högg, en að við myndum fá færin til að komast aftur inn í þetta. Þetta datt fyrir mig og sem betur fer skoraði ég. Tilfinningin var geggjuð,“
sagði Maguire.

Einhver umræða var um að Maguire hafi brotið á varnarmanni Lyon í aðdraganda marksins, en hann segir svo ekki vera.

„Hann var að bakka en ég hélt honum bara þarna með höndinni. Þetta var ekki nálægt því að vera nóg til að dæma aukaspyrnu,“ sagði Maguire í lokin.
Athugasemdir
banner