Chelsea tryggði sig inn í undanúrslit Sambandsdeildar Evrópu þrátt fyrir að hafa tapað fyrir pólska liðinu Legia Varsjá, 2-1, á Stamford Bridge í kvöld.
Enzo Maresca stillti upp gríðarlega sterku liðið þó liðið hafi unnið öruggan 3-0 sigur í fyrri leiknum.
Chelsea-liðið fór vel af stað og átti nokkur góð færi í gegnum Cole Palmer og Christopher Nkunku, en lenti síðan óvænt undir eftir tíu mínútur er Filip Jörgensen, markvörður Chelsea, braut á Tomas Pekhart í teignum.
Pekhart fór sjálfur á vítapunktinn og skoraði. Þetta færði líf í leikinn og var Legia hársbreidd frá öðru marki en Ryoya Morishita skaut framhjá úr góðu færi.
Heimamenn fundu aftur takinn og jöfnuðu metin í gegnum Marc Cucurella og setti hann síðan boltann aftur í netið skömmu síðar en markið tekið af vegna rangstöðu.
Legia safnaði saman orku í hálfleik og náði að ógna Chelsea vel í þeim síðari. Jörgensen varði frá Claude Goncalves en kom engum vörnum við er Steve Kapuadi stangaði boltanum í netið stuttu síðar.
Markið kom Chelsea aftur í gírinn og fengu Jadon Sancho, Noni Madueke og Tyrique George allir færi til að skora, en tvisvar björguðu Pólverjarnir á línu og þá varði Vladan Kovacevic einu sinni mjög vel.
Chelsea fór samt örugglega áfram, 4-2, og geta þeir glaðst yfir því þó það liðið hafi verið langt frá sínu besta í kvöld. Chelsea mætir Rapid eða Djurgården í undanúrslitum en sá leikur er í framlengingu sem stendur og útlit fyrir að sænska liðið sé á leið í undanúrslitin.
Djurgården er búið að skora tvö í framlengingunni og þarf mikið að gerast til að liðið fari ekki áfram.
Chelsea 1 - 2 Legia (4-5, Chelsea áfram)
0-1 Tomas Pekhart ('10 , víti)
1-1 Marc Cucurella ('33 )
1-2 Steve Kapuadi ('53 )
Rapid 1 - 4 Djurgarden (Framlenging í gangi)
0-1 Marcus Danielsson ('42 , víti)
1-1 Jacob Une ('45 , sjálfsmark)
1-2 Keita Kosugi ('77 )
1-3 Tobias Gulliksen ('93 )
1-4 Tobias Gulliksen ('105 )
Rautt spjald: Mamadou Sangare, Rapid ('7)
Athugasemdir