Hjörvar Hafliðason sérfræðingur í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport gagnrýnir Stjörnuna á Twitter í dag og sakar félagið um smekkleysi fyrir komu Leiknismanna í Garðabæinn í kvöld.
Opinber Twitter síða Stjörnunnar birti í gærkvöldi mynd af vopnaleitarhliðum og sagðist vera að undirbúa komu Leiknismanna úr Breiðholtinu. Félagið hefur fengið bágt fyrir á Twitter í dag.
Opinber Twitter síða Stjörnunnar birti í gærkvöldi mynd af vopnaleitarhliðum og sagðist vera að undirbúa komu Leiknismanna úr Breiðholtinu. Félagið hefur fengið bágt fyrir á Twitter í dag.
„Skil brandarann en finnst hann ákaflega smekklaus og óviðeigandi á opinberi síðu Stjörnunnar. Heil umferð í dag," skrifar Hjörvar og heldur áfram. „Brandarinn kemur úr rangri átt. Félögin eru að vinna gegn fordómum af öllum toga. Hefði verið í lagi ef stuðningsmaður hefði twittað."
Magnús Guðmundsson stuðningsmaður Leiknis tekur í sama streng og segir: ,ef Silfurskeiðin hefði verið að slá á létta þá allt annað. Þetta er aðgangur félagsins - því ófaglegt."
Fleiri tóku svo undir þetta en færslu Stjörnunnar á Twitter má sjá hér að neðan.
Uppfært 14:01: Stjarnan biðst afsökunar á Twitter
„Ekki illa meint @LeiknirRvkFC og @Leiknisljonin bara smá brandari byggður á Ghetto-gríninu. Biðjum þá sem móðguðust afsökunnar #fotboltinet"
Allt klárt fyrir fyrsta heimaleik. Tók þónokkurn tíma að setja upp aukabúnaðinn vegna koma Ghettoliðsins #fotboltinet pic.twitter.com/5yaZIn638d
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) May 16, 2015
Athugasemdir