Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 17. maí 2021 21:32
Hafliði Breiðfjörð
Jói Kalli: Virkilega vel varið hjá Halla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var nokkuð ánægður með mína enn, viljinn og hugarfarið var til staðar. Við erum að mæta Stjörnuliði sem var sært og þeir komu mjög grimmir til leiks," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjalfari ÍA eftir markalaust jafntefli við Stjörnuna í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  0 Stjarnan

„Ég var að mörgu leiti mjög sáttur, þetta var heill leikur hjá okkur. Það hefur vantað hjá okkur að ná ekki að klára leiki með góðum frammistöðum. Mér fannst þetta skref í rétta átt hvað það varðar. Að því sögðu fáum við góð færi þegar við sleppum tvisvar í gegn og Morten Beck er óheppinn hvernig hann hittir fyrirgjöf frá Gísla Laxdal í markteig."

„Ég er ánægður með margt en hefði viljað vinna leikinn. Þegar leið á leikinn erum við ennþá að keyra á Stjörnumennina meðan þeir eru að setja langa bolta á okkur og eru góðir í því. Mér fannst við skapa tækifæri til að landa þessum sigri."


Viktor Jónsson og Gísli Laxdal komust einir í gegn en klúðruðu góðum færum.

„Ég vil ekki meina að við séum að klúðra. Báðir strákarnir sem komust í þessi færi eru að gera það sem við erum að biðja þá að gera að koma honum í hornið framhjá markverðinum. Þetta var virkilega vel varið hjá Halla, ég hefði viljað sjá allavega annan boltann fara í netið og þetta hefði geta snúist í átt að markinu en því fór sem fór.">

Nánar er rætt við Jóa Kalla í sjónvarpinu að ofan. Hann ræðir þar frammistöðu Dino Hodzic og meiðsli Árna Snæs Ólafssonar auk næsta leiks gegn HK. Hann segist meðal annars ætla að æfa í Akraneshöllinni fyrir næsta leik gegn HK í Kórnum.
Athugasemdir
banner