29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 17. maí 2021 21:32
Hafliði Breiðfjörð
Jói Kalli: Virkilega vel varið hjá Halla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var nokkuð ánægður með mína enn, viljinn og hugarfarið var til staðar. Við erum að mæta Stjörnuliði sem var sært og þeir komu mjög grimmir til leiks," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjalfari ÍA eftir markalaust jafntefli við Stjörnuna í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  0 Stjarnan

„Ég var að mörgu leiti mjög sáttur, þetta var heill leikur hjá okkur. Það hefur vantað hjá okkur að ná ekki að klára leiki með góðum frammistöðum. Mér fannst þetta skref í rétta átt hvað það varðar. Að því sögðu fáum við góð færi þegar við sleppum tvisvar í gegn og Morten Beck er óheppinn hvernig hann hittir fyrirgjöf frá Gísla Laxdal í markteig."

„Ég er ánægður með margt en hefði viljað vinna leikinn. Þegar leið á leikinn erum við ennþá að keyra á Stjörnumennina meðan þeir eru að setja langa bolta á okkur og eru góðir í því. Mér fannst við skapa tækifæri til að landa þessum sigri."


Viktor Jónsson og Gísli Laxdal komust einir í gegn en klúðruðu góðum færum.

„Ég vil ekki meina að við séum að klúðra. Báðir strákarnir sem komust í þessi færi eru að gera það sem við erum að biðja þá að gera að koma honum í hornið framhjá markverðinum. Þetta var virkilega vel varið hjá Halla, ég hefði viljað sjá allavega annan boltann fara í netið og þetta hefði geta snúist í átt að markinu en því fór sem fór.">

Nánar er rætt við Jóa Kalla í sjónvarpinu að ofan. Hann ræðir þar frammistöðu Dino Hodzic og meiðsli Árna Snæs Ólafssonar auk næsta leiks gegn HK. Hann segist meðal annars ætla að æfa í Akraneshöllinni fyrir næsta leik gegn HK í Kórnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner