Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
   mán 17. maí 2021 21:32
Hafliði Breiðfjörð
Jói Kalli: Virkilega vel varið hjá Halla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var nokkuð ánægður með mína enn, viljinn og hugarfarið var til staðar. Við erum að mæta Stjörnuliði sem var sært og þeir komu mjög grimmir til leiks," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjalfari ÍA eftir markalaust jafntefli við Stjörnuna í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  0 Stjarnan

„Ég var að mörgu leiti mjög sáttur, þetta var heill leikur hjá okkur. Það hefur vantað hjá okkur að ná ekki að klára leiki með góðum frammistöðum. Mér fannst þetta skref í rétta átt hvað það varðar. Að því sögðu fáum við góð færi þegar við sleppum tvisvar í gegn og Morten Beck er óheppinn hvernig hann hittir fyrirgjöf frá Gísla Laxdal í markteig."

„Ég er ánægður með margt en hefði viljað vinna leikinn. Þegar leið á leikinn erum við ennþá að keyra á Stjörnumennina meðan þeir eru að setja langa bolta á okkur og eru góðir í því. Mér fannst við skapa tækifæri til að landa þessum sigri."


Viktor Jónsson og Gísli Laxdal komust einir í gegn en klúðruðu góðum færum.

„Ég vil ekki meina að við séum að klúðra. Báðir strákarnir sem komust í þessi færi eru að gera það sem við erum að biðja þá að gera að koma honum í hornið framhjá markverðinum. Þetta var virkilega vel varið hjá Halla, ég hefði viljað sjá allavega annan boltann fara í netið og þetta hefði geta snúist í átt að markinu en því fór sem fór.">

Nánar er rætt við Jóa Kalla í sjónvarpinu að ofan. Hann ræðir þar frammistöðu Dino Hodzic og meiðsli Árna Snæs Ólafssonar auk næsta leiks gegn HK. Hann segist meðal annars ætla að æfa í Akraneshöllinni fyrir næsta leik gegn HK í Kórnum.
Athugasemdir
banner