Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. maí 2022 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Hazard ætlar að sanna sig á næstu leiktíð
Hazard er búinn að vera duglegur á æfingasvæðinu.
Hazard er búinn að vera duglegur á æfingasvæðinu.
Mynd: Getty Images

Næsta leiktíð gæti verið sú rétta fyrir belgíska kantmanninn Eden Hazard sem hefur ekki séð til sólar frá komu sinni til Real Madrid fyrir metfé sumarið 2019.


Hazard er að klára sitt þriðja tímabil í Madríd en dvöl hans þar hefur verið lituð af tíðum meiðslum.

Stöðug meiðsli höfðu slæm andleg áhrif á Hazard sem átti gríðarlega erfitt með að koma sér aftur í form. Þegar honum loks tókst að komast í leikform þá gekk ekkert innan vallar og svo meiddist hann alltaf aftur. Í heildina hefur Hazard skorað 6 mörk í 66 leikjum hjá Real.

Hazard fékk að spila síðasta hálftímann í 1-1 jafntefli gegn Cadiz um helgina og leit vel út í fyrsta sinn í nokkur ár. Hann átti flottar snertingar á boltann, fiskaði góðar aukaspyrnur og virtist líflegri og fljótari heldur en undanfarin ár.

„Eden Hazard verður áfram með okkur á næstu leiktíð. Hann er staðráðinn í að sanna sig," sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid.

Hazard er 31 árs og á tvö ár eftir af samningi sínum við Real.


Athugasemdir
banner
banner
banner