Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. maí 2022 14:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Var hálfþungur bæði andlega og líkamlega vegna meiðsla - „Gat varla stigið í fótinn"
Vinnur í því að létta sig enn frekar
Bæklunarlæknirinn sagði að verkurinn færi sennilega aldrei að öllu
Bæklunarlæknirinn sagði að verkurinn færi sennilega aldrei að öllu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Maður verður bara að meta hvert skipti fyrir sig
Maður verður bara að meta hvert skipti fyrir sig
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ég tek alltaf þrjú stig fram yfir að halda hreinu
Ég tek alltaf þrjú stig fram yfir að halda hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það er gaman að halda hreinu fimm sinnum í þessum fyrstu sex, þó að það hefði verið helvíti ljúft að vera búinn að halda hreinu í þeim öllum.
Það er gaman að halda hreinu fimm sinnum í þessum fyrstu sex, þó að það hefði verið helvíti ljúft að vera búinn að halda hreinu í þeim öllum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Verið einn af betri mönnunum
Verið einn af betri mönnunum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Í fyrstu umferð tímabilsins 2021 lék Stubbur sinn fyrsta leik í efstu deild.
Í fyrstu umferð tímabilsins 2021 lék Stubbur sinn fyrsta leik í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson fyrir miðju og vinstra megin við hann (horft frá lesanda) er Bane á bekknum með húfu á höfði.
Arnar Grétarsson fyrir miðju og vinstra megin við hann (horft frá lesanda) er Bane á bekknum með húfu á höfði.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA hefur farið virkilega vel af stað í Bestu deildinni og hefur liðið haldið hreinu í fimm af sex leikjum sínum. Liðið er með sextán stig eftir sex spilaða leiki og situr í öðru sæti deildarinnar.

Fyrir aftan öfluga vörn stendur hinn 32 ára gamli markmaður Steinþór Már Auðunsson, oftast kallaður Stubbur, og hefur haldið áfram góðri spilamennsku sinni frá því á síðustu leiktíð þegar hann þreytti frumraun sína í efstu deild.

Sjá einnig:
Stubbur: Mig langaði eiginlega ekkert að spila (7. okt '21)

Fótbolti.net ræddi við Stubb í gær og spurði hann út í veturinn og upphaf tímabilsins, Stubbur var nýkominn úr vinnu þegar fréttamaður heyrði í markmanninum.

„Maður er ekki það mikill atvinnumaður að maður fái að sleppa vinnu, þó að maður fái að stökkva frá til þess að fara á æfingu á morgnana eða í hádeginu," sagði Stubbur léttur eftir vinnudag í Kjarnafæði en fréttamaður hafði reynt að ná á honum fyrr um daginn.

Fann í síðustu æfingaleikjunum að hann yrði númer eitt
Núna í vor, þegar styttist í fyrsta leik, varstu alltaf öruggur með að vera markmaður númer eitt þegar mótið færi af stað?

„Nei, í rauninni ekki. Það var ekki fyrr en í síðustu tveimur æfingaleikjunum, þá sá maður að maður væri sennilega númer eitt út frá því að maður byrjaði þá leiki. Þetta var bara barátta í allan vetur á milli mín og Jajalo."

„Að sjálfsögðu hjálpar það manni að hafa jafngóðan markmann eins og [Kristijan] Jajalo að reyna hirða stöðuna af manni. Ég myndi segja að það væri alvöru samkeppni."


Verður að meta hvert augnablik fyrir sig
Stubbur hefur verið stór þáttur í uppspili KA-liðsins og samherjar hans eru óhræddir við að spila boltanum til baka á markmanninn sinn.

„Arnar Grétarsson [þjálfari KA] hefur alltaf sagt að hann vilji að sitt lið haldi boltanum og spili með jörðinni. Þetta er bara hluti af því sem hann vill gera, reyna að spila eins mikið út frá markmanni og hægt er. Öll lið virðast reyndar vera farinn að gera þetta. Þetta var helvíti ljúft þegar markmenn máttu ekki snerta boltann inn í vítateignum og það var bara farið í langan bolta fram," sagði Stubbur og hló.

„Ef maður fer að ofhugsa hlutina eitthvað þegar það kemur smá pressa þá endar þetta held ég bara illa, eins og á mót Leikni einu sinni þegar þeir hirtu af mér boltann. Þá var maður mikið að skoða og pæla hvað maður ætti að gera."

Ferðu að hugsa hlutina upp á nýtt eftir slíkt atvik, að þú þurfir að gera hlutina allt öðruvísi næst í svipaðri stöðu?

„Nei nei, ég geri það allavega ekki. Maður verður bara að meta hvert skipti fyrir sig. Þarna hélt ég að ég væri með meiri tíma en það slapp fyrir horn. Mér líður ekki illa í þessum stöðum. Stundum, eins og einu sinni gegn ÍA [á sunnudag], metur maður stöðuna þannig að maður hafi meiri tíma en maður í raun hefur en maður getur ekki verið að dvelja við það þó að sendingin frá mér hafi verið léleg og í innkast. Það er bara áfram í næsta augnablik."

Hafði góða tilfinningu áður en spyrnan var tekin
Talandi um leikinn á móti ÍA, hvernig upplifðiru atvikið þegar vítaspyrna er dæmd á KA? Stubbur varði svo vítið í kjölfarið.

„Ég held því miður að við bjóðum dómaranum upp á það að dæma víti. Ég var ekkert mikið að spá í því hvort þetta væri víti eða ekki þegar hann var búinn að flauta, þeir breyta nú yfirleitt ekki dómum - alveg sama hvað maður mótmælir. Ég fór bara að spá í það að reyna verja þetta víti."

„Nei, ég var svo sem ekki alveg klár hvar hann myndi skjóta en ég hafði einhverja góða tilfinningu að hann myndi skjóta þarna. Við Bane [Branislav Radakovic, markmannsþjálfari KA] vorum búnir að fara yfir nokkra í Skagaliðinu sem gætu mögulega tekið víti. Ég held að við höfum fundið eitt víti með honum [Gísla Laxdal] en ég man reyndar ekkert í hvort hornið hann skaut þá. En maður valdi rétt!"


Þýðir ekki að fara með hausinn niður í bringu
Eftir að Stubbur varði vítið og Þorri Mar Þórisson, sá sem hafði gerst brotlegur þegar vítið var dæmt, kom til hans og fagnaði vörslunni þá benti Stubbur á höfuðið á sér.

„Skilaboðin voru bara að halda fókus og hætta að spá í þessu. Menn verða bara að setja hausinn upp eftir mistök og halda áfram, það þýðir ekkert að fara með hausinn niður í bringu og ætla fara vorkenna sér. Við vorum yfir þarna en þeir [Skagamenn] voru búnir að liggja aðeins á okkur. Ég var aðeins að benda Þorra á að halda áfram, þetta atvik væri búið."

Tekur þrjú stig fram yfir hreint lak
Hvernig líður þér með þessa byrjun á mótinu?

„Bara mjög vel, maður væri að ljúga ef maður myndi segja eitthvað annað. Það er gaman að halda hreinu fimm sinnum í þessum fyrstu sex, þó að það hefði verið helvíti ljúft að vera búinn að halda hreinu í þeim öllum. En maður getur ekki verið svo frekur. Ég myndi alltaf frekar fá á mig tíu mörk og við skorum ellefu og vinnum leikinn, ég tek alltaf þrjú stig fram yfir að halda hreinu."

Betra að eiga slæman dag þegar liðið vinnur
Leikurinn gegn Keflavík er eini leikurinn sem KA hefur fengið á mig mark. Varstu ósáttur með eigin frammistöðu eftir þann leik?

„Já, mér fannst ég geta gert betur ef ég á að vera alveg hreinskilinn. En það er betra að eiga 'off' dag þegar við skorum þrjú og þeir tvö. Maður dvelur ekki mikið við það þegar maður fær þrjú stig."

Stefnir að því að taka af sér 3-4 kíló í mánuði
Í viðtali eftir síðasta tímabil sagði Steinþór frá því að hann væri 10-15kg léttari en oft áður. Hefur markmiðið verið að létta sig enn frekar?

„Ég er svona 3-4 kg léttari núna en í fyrra. Maður stefnir að því að skafa af sér 3-4 kg í mánuði með hjálp Inga Torfa, ITS, kónginum í Macros-fræðunum. Ég finn mun á mér frá því í vetur, ég gat lítið æft lengi vel og maður var hálfþungur bæði andlega og líkamlega vitandi ekki beint hvort að maður yrði heill. Maður var full góður við sjálfan sig framan af vetri," sagði Stubbur sem líður betur í dag.

Verkurinn fer sennilega aldrei að öllu
Hann varð fyrir támeiðslum í lok síðasta tímabils, í ljós kom að hann er með brjóskskemmd í tá og þurfti að fara í sterasprautu til að deyfa sársaukann.

„Ég lendi í þessu daginn fyrir Valsleikinn í fyrra, sem var næstsíðasti leikur. Ég tók töflur fyrir Valsleikinn og FH leikinn í fyrra. Um leið og ég hætti að taka bólgueyðandi og verkjatöflur gat ég varla stigið í fótinn. Í myndatöku kom í ljós brjóskskemmd í tánni og sterasprauta í kjölfarið hefur svo drepið 90% af sársaukanum. Það er dagamunur á tánni, bæklunarlæknirinn sagði að verkurinn færi sennilega aldrei að öllu. Þetta er samt ekkert sem hrjáir mig. Ég fór í sprautuna í kringum áramótin og hún hefur virkað mjög vel, fyrir utan fyrstu æfinguna eftir sprautuna. Þá ákvað einhver bjáni að skjóta í tána á mér. Það var mjög vont í einn dag," sagði Stubbur léttur.

Ívar verið með betri mönnum
Það er öllum ljóst að það er ekki einungis markmaðurinn sem sér um að andstæðingurinn skorar ekki. Varnarleikur KA hefur verið öflugur og varnarlínan verið traust í upphafi móts. Sérðu einhverja breytingu á leik liðsins frá því í fyrra eða er bara rólið þannig á KA þessa dagana að hlutirnir eru að ganga upp?

„Þetta er góð spurning. Mér finnst Ívar [Örn Árnason] hafa komið virkilega vel inn í varnarlínuna og mér finnst mjög gott að spila með honum. Svo hefur Oleksii og Dusan verið virkilega góðir líka. Sem og allt liðið í heild, við erum að verjast frá fremsta manni til þess aftasta sem ein heild og gerum það mjög vel. Við erum ekki að fá neitt sérstaklega mörg færi á okkur í hverjum leik."

„Ég varð ekki var við að Arnar hafði rætt eitthvað sérstaklega við Ívar í vetur. Ég held að Ívar hafi áttað sig á því að hann fengi allan veturinn og þessa þrjá leiki í upphafi móts til að sýna að hann ætti skilið að spila. Hann hefur tekið það tækifæri helvíti vel og verið með betri mönnum,"
sagði Stubbur.
Athugasemdir
banner
banner