Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. júní 2019 11:50
Ívan Guðjón Baldursson
Clarke-Salter fær fyrirliðabandið hjá U21 liði Englands
Mynd: Getty Images
Jake Clarke-Salter, 21 árs miðvörður Chelsea, fær fyrirliðabandið hjá U21 landsliði Englands á Evrópumótinu sem fer fram á Ítalíu.

Englendingar eru taldir sigurstranglegir í ár þó að samkeppnin sé einstaklega hörð. Aaron Wan-Bissaka, Phil Foden, James Maddison og Dominic Calvert-Lewin eru meðal leikmanna liðsins.

Clarke-Salter á 30 leiki að baki fyrir yngri landsliðin. Hann var fyrirliði U19 liðsins og vann HM U20 fyrir tveimur árum. Hann hefur aðeins leikið tvisvar fyrir Chelsea en hefur verið hjá Bristol Rovers, Sunderland og Vitesse Arnhem að láni síðustu tímabil.

„Ég get ekki lýst stoltinu sem fylgir því að bera fyrirliðabandið á svona stóru móti. Þegar ég lít á leikmennina sem eru með mér í hóp þá finnst mér ótrúlegt að vera fyrirliðinn," sagði Clarke-Salter.

„Við viljum ná árangri hérna og teljum okkur geta farið alla leið. Við munum gera allt í okkar valdi til þess að vinna þetta mót."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner