Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. júní 2022 10:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Modric við Salah: Gengur betur næst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Real Madrid vann Meistaradeildina með sigri á Liverpool 1-0 í úrslitaleiknum. Brasilíumaðurinn Vinicius Junior skoraði eina mark leiksins.


Liðin mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2018 þar sem Real Madrid hafði betur 3-1. Mohamed Salah leikmaður Liverpool meiddist þá eftir viðskipti við Sergio Ramos.

Salah sagði fyrir úrslitaleikinn í ár að hann vildi hefna fyrir úrslitin úr síðasta leik en það gekk ekki eftir.

Rodrygo leikmaður Real Madrid var í podcast þætti á dögunum þar sem hann sagði sögu úr leiknum í ár.

„Þegar flautað var til leiksloka stilltum við okkur upp og leikmenn Liverpool gengu framhjá. Salah gekk framhjá, Modric var fyrir framan mig og hann heilsaði Salah og sagði, jæja, gengur betur næst."

Real Madrid er lang sigursælasta lið keppninnar en liðið hefur unnið hana 14 sinnum. AC Milan kemur næst á eftir með sjö titla.


Athugasemdir
banner
banner
banner