Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mán 17. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingalandsleikir: Caicedo og Páez með stoðsendingar
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Chelsea
Það fóru áhugaverðir æfingalandsleikir fram í gærkvöldi þar sem Ekvador og Paragvæ unnu nauma sigra.

Ekvador spilaði við Hondúras í síðasta leik sínum fyrir Copa América og tók forystuna snemma leiks með marki frá Jeremy Sarmiento, kantmanni Brighton.

Sarmiento skoraði eftir stoðsendingu frá Moisés Caicedo, miðjumanni Chelsea, en Hondúras jafnaði metin úr vítaspyrnu á 29. mínútu.

Ekvador sýndi mikla yfirburði en tókst ekki að taka forystuna á ný fyrr en undir lokin, þegar Kendry Páez gaf frábæra fyrirgjöf sem Piero Hincapié stangaði í netið.

Páez er bráðefnilegur sóknartengiliður en hann er byrjaður að spila með A-landsliði Ekvador þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall. Hann gengur til liðs við Chelsea næsta sumar, þegar hann verður orðinn 18 ára.

Varnarjaxlinn Hincapié er gríðarlega eftirsóttur um alla Evrópu eftir að hafa gert frábæra hluti hjá Bayer Leverkusen á síðustu árum.

Skallamark Hincapié reyndist sigurmark leiksins þar sem Ekvador vann 2-1 sigur, en Ekvador er í riðli með Venesúela, Jamaíku og Mexíkó í Copa América.

Paragvæ lagði þá Panama að velli í ansi tíðindalitlum leik, þar sem Gustavo Velazquez leikmaður Newell's Old Boys í Argentínu skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu.

Paragvæ og Panama mæta bæði til leiks í Copa América, þar sem Paragvæ er í riðli með Brasilíu, Kólumbíu og Kosta Ríka á meðan Panama er í riðli með Bandaríkjunum, Úrúgvæ og Bólivíu.

Ekvador 2 - 1 Hondúras
1-0 Jeremy Sarmiento ('8)
1-1 Bryan Rochez ('29, víti)
2-1 Piero Hincapie ('89)

Panama 0 - 1 Paragvæ
0-1 Gustavo Velazquez ('25)
Athugasemdir
banner
banner
banner