Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mán 17. júní 2024 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Benfica vill 120 milljónir fyrir Neves
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Öll stærstu lið evrópska fótboltans eru á höttunum eftir Joao Neves, 19 ára miðjumanni Benfica og portúgalska landsliðsins.

Paris Saint-Germain, Arsenal, Liverpool og Manchester United eru aðeins nokkur af áhugasömum félögum en það verður ekki ódýrt að kaupa táninginn.

Neves á fjögur ár eftir af samningi sínum við Benfica og neitar portúgalska félagið að selja hann á ódýrara heldur en riftunarákvæðið í samningi hans segir til um.

Ákvæðið hljóðar upp á 120 milljónir evra og því er ljóst að það þarf væna fúlgu fjárs til að festa kaup á þessum miðjumanni.

Neves er varnarsinnaður miðjumaður að upplagi og sinnti hann lykilhlutverki fyrir Benfica á nýliðnu tímabili.

Hann á 7 leiki að baki fyrir portúgalska landsliðið þrátt fyrir ungan aldur og verður spennandi að fylgjast með honum á EM í sumar, sem er farið af stað með miklum látum.

Neves var algjör lykilmaður í yngri landsliðum Portúgala og spilaði 27 leiki fyrir þau. Flestir lék hann fyrir U19 og U21 landsliðin, verandi þó tveimur árum yngri en liðsfélagarnir sínir.
Athugasemdir
banner
banner
banner