Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 17:58
Ívan Guðjón Baldursson
EM: Slóvakía vann sögulegan sigur gegn Belgíu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Belgía 0 - 1 Slóvakía
0-1 Ivan Schranz ('7)

Stjörnum prýtt lið Belgíu spilaði við Slóvakíu í fyrstu umferð Evrópumótsins í dag og lenti óvænt undir á sjöundu mínútu, þegar Ivan Schranz skoraði eftir slæm mistök Jeremy Doku.

Belgar voru sterkari aðilinn á vellinum og fengu mikið af færum en tókst ekki að setja boltann í netið fyrr en í síðari hálfleik.

Romelu Lukaku fékk mörg góð færi og skoraði hann loks á 56. mínútu, en markið var dæmt af eftir athugun í VAR-herberginu. Öxlin á Lukaku var í rangstöðu. Mögulegt er að boltinn hefði endað í netinu án snertingar frá Lukaku og gæti hann því hafa komið í veg fyrir jöfnunarmark.

Markaskorarinn Schranz bjargaði á marklínu skömmu síðar og svo setti Lukaku boltann aftur í netið og fagnaði innilega. Markið var þó aftur dæmt af, vegna þess að Loïs Openda handlék boltann í aðdragandanum.

Belgum tókst ekki að gera jöfnunarmark og ótrúleg úrslit litu dagsins ljós.

Slóvakía deilir því toppsætinu með Rúmeníu á meðan Belgar og Úkraínumenn sitja eftir án stiga.


Athugasemdir
banner
banner
banner