Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Guirassy er helsta skotmark Borussia Dortmund í sumar
Guirassy er í heildina með 44 mörk í 58 leikjum hjá Stuttgart, en þar áður lék hann með Rennes og Amiens í franska boltanum, eftir að hafa verið hjá Lille og Köln fyrr á ferlinum.
Guirassy er í heildina með 44 mörk í 58 leikjum hjá Stuttgart, en þar áður lék hann með Rennes og Amiens í franska boltanum, eftir að hafa verið hjá Lille og Köln fyrr á ferlinum.
Mynd: EPA
Framherjinn öflugi Serhou Guirassy er gríðarlega eftirsóttur eftir að hafa raðað inn mörkunum með Stuttgart á síðustu leiktíð.

Arsenal og Chelsea eru að berjast um framherjann en fleiri félög eru áhugasöm og þá sérstaklega Borussia Dortmund.

Dortmund hefur ákveðið að gera Guirassy að sínu helsta skotmarki í sumar þar sem liðinu vantar framherja til að berjast við Niclas Füllkrug um byrjunarliðssætið í fremstu víglínu.

Guirassy er 28 ára gamall landsliðsmaður Gíneu en hann skoraði 30 mörk í 30 leikjum á síðustu leiktíð og gaf þrjár stoðsendingar að auki.

Það verður afar spennandi að fylgjast með því hvar Guirassy endar, en hann kostar ekki nema um 17,5 milljónir evra vegna riftunarákvæðis í samningi hans við Stuttgart.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner