Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 11:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man City setur verðmiða á Cancelo - Lille hafnaði tilboði frá Liverpool
Powerade
Joao Cancelo
Joao Cancelo
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Xavi Simons
Xavi Simons
Mynd: EPA
Alphonso Daives
Alphonso Daives
Mynd: EPA

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims.


Man Utd, Arsenal, Man City og Bayern Munchen hafa öll sýnt áhuga á Xavi Simons, 21, leikmanni PSG og hollenska landsliðsins. (L'Equipe)

Lille hefur hafnað 50 milljón evra tilboði Liverpool í franska varnarmanninn Leny Yoro, 18. (Mundo Deportivo)

Bayern Munchen hefur gefist upp á því að eltast við Levi Colwill, 21, varnarmann Chelsea þar sem verðmiðinn þykir of hár. (Sky Sports Þýskaland)

Man City mun ekki samþykkja tilboð undir 25 milljónum punda fyrir Joao Cancelo, 30, en Barcelona vill festa kaup á honum eftir að hafa verið á láni hjá spænska félaginu á síðustu leiktíð. (Sun)

Everton lítur á Jacob Greaves, 23, varnarmann Hull City sem mögulegan arftaka Jarrad Branthwaite, 21, ef hann yfirgefur félagið í sumar. (Hull Daily Mail)

Bayern hefur ekki náð að semja um nýjan samning við kanadíska miðjumanninn Alphonso Davies sem hefur verið orðaður við Real Madrid. Þýska liðið ætlar ekki að selja hann og ætlar því að leyfa honum að koma inn í næsta tímabil á síðasta samningsári. (Sky Sports Þýskaland)

Aston Villa fylgist með gangi mála hjá nígeríska framherjanum Kelechi Iheanacho, 27, leeikmanni Leicester sem yfirgefur félagið á frjálsri sölu í sumar. (Football Insider)

Aston Villa er í stöðugu sambandi við Chelsea vegna Ian Maatsen, 22, en hann er hluti af hollenska landsliðshópnum á EM. (Football Insider)

Ipswich, Southampton, Leicester og Leeds eru meðal félaga sem hafa áhuga á Joe Rodon varnarmanni Tottenham. (Football.London)

Tottenham er meðal félaga sem hafa rætt við Bologna um kaup á varnarmanninum Riccardo Calafiori, 22. (CaughtOffside)

Aston Villa er með fulla einbeitingu á að klára viðskiptin við Juventus þar sem Douglas Luiz, 26, er á leiðinni til Ítalíu. Liðið hefur undanfarið verið orðað við Amadou Onana, 22, miðjumann Everton. (Fabrizio Romano)

Giuseppe Marotta forseti Inter Milan segir að samningamál Lautaro Martínez séu í höfn. Framherjinn á aðeins eftir að skrifa undir nýjan samning. (Sky Sports ítalía)

Roma hefur áhuga á Mats Hummels, 35, sem hefur yfirgefið Dortmund á frjálsri sölu. (Calciomercato)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner