Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   mán 17. júní 2024 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Vázquez næstur til að skrifa undir hjá Real Madrid
Mynd: Getty Images
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að bakvörðurinn sókndjarfi Lucas Vázquez sé búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við Real Madrid um eitt ár.

Vázquez, sem verður 33 ára um mánaðamótin, hóf ferilinn sem kantmaður en breyttist yfir í bakvörð er árin tóku að líða.

Vázquez hefur verið hjá Real Madrid allan ferilinn og á 349 keppnisleiki að baki fyrir meistaraflokk félagsins. Hann hefur unnið ógrynni titla sem leikmaður Real Madrid og verið mikilvægur partur af leikmannahópi liðsins.

Núverandi samningur Vázquez rennur út um mánaðamótin en hann hefur ákveðið að vera hjá Real í eitt ár til viðbótar, alveg eins og miðjumaðurinn Luka Modric. Toni Kroos og Nacho Fernández munu hins vegar yfirgefa félagið.
Athugasemdir
banner