Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 17. júlí 2021 19:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breytti um upplegg: Frábær viðbrögð hjá strákunum að vinna þetta svona
Jói Kalli
Jói Kalli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það voru frekar erfið moment í restina en þegar flautan kom þá var þetta auðvitað mjög góð tilfinning," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir sigur á Val í dag.

Var einhver breyting á upplegginu miðað við síðustu leiki?

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 Valur

„Já, við ákváðum að fara meira í að klára okkar andstæðing hver og einn fyrir sig. Auðvitað voru ekki allir með sömu hlutverkin en á ákveðnum stöðum á vellinum þurftu menn að klára sína leikmenn og verjast svolítið maður á móti manni, þora að gera það, þora að pressa og þora að stíga upp úr vörninni sem hefur vantað hjá okkur. Frábær viðbrögð hjá strákunum að vinna þetta svona."

„Hef gríðarlega trú á að við getum unnið öll lið í þessari deild"
Umræðan í garð ÍA hefur verið neikvæð og það hefur gengið illa að ná í úrslit. Var ekkert mál að mótivera menn í þetta verkefni?

„Ég hef gríðarlega trú á þessum strákum, ég sé þá alla daga á æfingum og þetta eru strákar sem eru tilbúnir að leggja á sig gríðarlega mikla vinnu."

„Eina sem hefur kannski vantað er trúin á að við getum unnið fótboltaleiki. Ég hef gríðarlega trú á að við getum unnið öll lið í þessari deild en á degi sem við förum inn í eitthvað verkefni sem við höfum ekki trú á þá eru líkurnar ekki með okkur því miður. Það er þetta sem við verðum að taka með okkur í framhaldið, að hafa trú á því að það sé hægt að vinna alla fótbolta."

„Ég held að við séum ekki að fara vinna þá alla sem eftir eru en trúin, viljin og þorið sem leikmenn sýndu er magnað eftir erfitt gengi. Það sýnir að við getum þetta,"
sagði Jói Kalli.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner