Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   lau 17. júlí 2021 19:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breytti um upplegg: Frábær viðbrögð hjá strákunum að vinna þetta svona
Jói Kalli
Jói Kalli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það voru frekar erfið moment í restina en þegar flautan kom þá var þetta auðvitað mjög góð tilfinning," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir sigur á Val í dag.

Var einhver breyting á upplegginu miðað við síðustu leiki?

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 Valur

„Já, við ákváðum að fara meira í að klára okkar andstæðing hver og einn fyrir sig. Auðvitað voru ekki allir með sömu hlutverkin en á ákveðnum stöðum á vellinum þurftu menn að klára sína leikmenn og verjast svolítið maður á móti manni, þora að gera það, þora að pressa og þora að stíga upp úr vörninni sem hefur vantað hjá okkur. Frábær viðbrögð hjá strákunum að vinna þetta svona."

„Hef gríðarlega trú á að við getum unnið öll lið í þessari deild"
Umræðan í garð ÍA hefur verið neikvæð og það hefur gengið illa að ná í úrslit. Var ekkert mál að mótivera menn í þetta verkefni?

„Ég hef gríðarlega trú á þessum strákum, ég sé þá alla daga á æfingum og þetta eru strákar sem eru tilbúnir að leggja á sig gríðarlega mikla vinnu."

„Eina sem hefur kannski vantað er trúin á að við getum unnið fótboltaleiki. Ég hef gríðarlega trú á að við getum unnið öll lið í þessari deild en á degi sem við förum inn í eitthvað verkefni sem við höfum ekki trú á þá eru líkurnar ekki með okkur því miður. Það er þetta sem við verðum að taka með okkur í framhaldið, að hafa trú á því að það sé hægt að vinna alla fótbolta."

„Ég held að við séum ekki að fara vinna þá alla sem eftir eru en trúin, viljin og þorið sem leikmenn sýndu er magnað eftir erfitt gengi. Það sýnir að við getum þetta,"
sagði Jói Kalli.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner