Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 17. júlí 2021 19:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breytti um upplegg: Frábær viðbrögð hjá strákunum að vinna þetta svona
Jói Kalli
Jói Kalli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það voru frekar erfið moment í restina en þegar flautan kom þá var þetta auðvitað mjög góð tilfinning," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir sigur á Val í dag.

Var einhver breyting á upplegginu miðað við síðustu leiki?

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 Valur

„Já, við ákváðum að fara meira í að klára okkar andstæðing hver og einn fyrir sig. Auðvitað voru ekki allir með sömu hlutverkin en á ákveðnum stöðum á vellinum þurftu menn að klára sína leikmenn og verjast svolítið maður á móti manni, þora að gera það, þora að pressa og þora að stíga upp úr vörninni sem hefur vantað hjá okkur. Frábær viðbrögð hjá strákunum að vinna þetta svona."

„Hef gríðarlega trú á að við getum unnið öll lið í þessari deild"
Umræðan í garð ÍA hefur verið neikvæð og það hefur gengið illa að ná í úrslit. Var ekkert mál að mótivera menn í þetta verkefni?

„Ég hef gríðarlega trú á þessum strákum, ég sé þá alla daga á æfingum og þetta eru strákar sem eru tilbúnir að leggja á sig gríðarlega mikla vinnu."

„Eina sem hefur kannski vantað er trúin á að við getum unnið fótboltaleiki. Ég hef gríðarlega trú á að við getum unnið öll lið í þessari deild en á degi sem við förum inn í eitthvað verkefni sem við höfum ekki trú á þá eru líkurnar ekki með okkur því miður. Það er þetta sem við verðum að taka með okkur í framhaldið, að hafa trú á því að það sé hægt að vinna alla fótbolta."

„Ég held að við séum ekki að fara vinna þá alla sem eftir eru en trúin, viljin og þorið sem leikmenn sýndu er magnað eftir erfitt gengi. Það sýnir að við getum þetta,"
sagði Jói Kalli.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner