Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   lau 17. júlí 2021 19:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breytti um upplegg: Frábær viðbrögð hjá strákunum að vinna þetta svona
Jói Kalli
Jói Kalli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það voru frekar erfið moment í restina en þegar flautan kom þá var þetta auðvitað mjög góð tilfinning," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir sigur á Val í dag.

Var einhver breyting á upplegginu miðað við síðustu leiki?

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 Valur

„Já, við ákváðum að fara meira í að klára okkar andstæðing hver og einn fyrir sig. Auðvitað voru ekki allir með sömu hlutverkin en á ákveðnum stöðum á vellinum þurftu menn að klára sína leikmenn og verjast svolítið maður á móti manni, þora að gera það, þora að pressa og þora að stíga upp úr vörninni sem hefur vantað hjá okkur. Frábær viðbrögð hjá strákunum að vinna þetta svona."

„Hef gríðarlega trú á að við getum unnið öll lið í þessari deild"
Umræðan í garð ÍA hefur verið neikvæð og það hefur gengið illa að ná í úrslit. Var ekkert mál að mótivera menn í þetta verkefni?

„Ég hef gríðarlega trú á þessum strákum, ég sé þá alla daga á æfingum og þetta eru strákar sem eru tilbúnir að leggja á sig gríðarlega mikla vinnu."

„Eina sem hefur kannski vantað er trúin á að við getum unnið fótboltaleiki. Ég hef gríðarlega trú á að við getum unnið öll lið í þessari deild en á degi sem við förum inn í eitthvað verkefni sem við höfum ekki trú á þá eru líkurnar ekki með okkur því miður. Það er þetta sem við verðum að taka með okkur í framhaldið, að hafa trú á því að það sé hægt að vinna alla fótbolta."

„Ég held að við séum ekki að fara vinna þá alla sem eftir eru en trúin, viljin og þorið sem leikmenn sýndu er magnað eftir erfitt gengi. Það sýnir að við getum þetta,"
sagði Jói Kalli.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir