Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 17. júlí 2021 19:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breytti um upplegg: Frábær viðbrögð hjá strákunum að vinna þetta svona
Jói Kalli
Jói Kalli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það voru frekar erfið moment í restina en þegar flautan kom þá var þetta auðvitað mjög góð tilfinning," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir sigur á Val í dag.

Var einhver breyting á upplegginu miðað við síðustu leiki?

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  1 Valur

„Já, við ákváðum að fara meira í að klára okkar andstæðing hver og einn fyrir sig. Auðvitað voru ekki allir með sömu hlutverkin en á ákveðnum stöðum á vellinum þurftu menn að klára sína leikmenn og verjast svolítið maður á móti manni, þora að gera það, þora að pressa og þora að stíga upp úr vörninni sem hefur vantað hjá okkur. Frábær viðbrögð hjá strákunum að vinna þetta svona."

„Hef gríðarlega trú á að við getum unnið öll lið í þessari deild"
Umræðan í garð ÍA hefur verið neikvæð og það hefur gengið illa að ná í úrslit. Var ekkert mál að mótivera menn í þetta verkefni?

„Ég hef gríðarlega trú á þessum strákum, ég sé þá alla daga á æfingum og þetta eru strákar sem eru tilbúnir að leggja á sig gríðarlega mikla vinnu."

„Eina sem hefur kannski vantað er trúin á að við getum unnið fótboltaleiki. Ég hef gríðarlega trú á að við getum unnið öll lið í þessari deild en á degi sem við förum inn í eitthvað verkefni sem við höfum ekki trú á þá eru líkurnar ekki með okkur því miður. Það er þetta sem við verðum að taka með okkur í framhaldið, að hafa trú á því að það sé hægt að vinna alla fótbolta."

„Ég held að við séum ekki að fara vinna þá alla sem eftir eru en trúin, viljin og þorið sem leikmenn sýndu er magnað eftir erfitt gengi. Það sýnir að við getum þetta,"
sagði Jói Kalli.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir