Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 17. júlí 2021 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskur landsliðsmaður varð fyrir fordómum - Liðið gekk af velli
Mynd: EPA
Þýska landsliðið sem fer á Ólympíuleikana í Japan sem hefjast á föstudaginn næstkomandi mætti Honduras í síðasta undirbúningsleik liðsins í morgun.

Það átti að spila þrisvar sinnum þrjátíu mínútur en þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum gengu leikmenn þýska liðsins af velli eftir að Jordan Torunarigha leikmaður liðsins varð fyrir kynþáttaníð.

Stefan Kuntz þjálfari liðsins sagði að þegar leikmaður liðsins verður fyrir kynþáttaníð þá munu þeir ekki vilja spila.

Þýskaland er með Brasilíu, Fílabeinsströndinni og Sádí Arabíu í riðli á Ólympíuleikunum sem hefjast næstkomandi fimmtudag.


Athugasemdir
banner
banner