Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 17. júlí 2022 14:40
Aksentije Milisic
Dybala sagður velja á milli Roma og Napoli
Mourinho og Dybala fara yfir málin fyrir nokkrum árum.
Mourinho og Dybala fara yfir málin fyrir nokkrum árum.
Mynd: Getty Images
Spalletti vill fá Dybala til Napoli.
Spalletti vill fá Dybala til Napoli.
Mynd: EPA

Gianluca Di Marzio, áreiðanlegur fjölmiðlamaður á Ítalíu, segir að Paulo Dybala, fyrrverandi leikmaður Juventus, sé nú að ákveða sig hvort hann ætli að velja Napoli eða AS Roma sem sitt næsta félag.


Þessi 28 ára gamli leikmaður yfirgaf Juventus í vor eftir að samningur hans rann út við félagið. Margt stefndi í að þessi knái Argentínumaður myndi ganga í raðir Inter en þær viðræður hafa gengið mjög hægt fyrir sig.

Nú þegar undirbúningstímabilið er hafið á Dybala enn eftir að finna sér félag. Þau tvö félög sem eru að berjast um kappann eru Napoli og Roma.

Rómverjar vonast eftir því að verkefnið sem Jose Mourinho er með í gangi hjá félaginu nái að heilla Dybala en Mourinho á að hafa hringt í leikmanninn í gær.

Dybala hefur verið með háar launakröfur en hann hefur aðeins gefið eftir í þeim að undanförnu og nú er spurning hvar þessi öflugi leikmaður endar.

Luciano Spaletti, þjálfari Napoli, hefur einnig talað við Dybala og reynt að sannfæra hann en nú er ljóst að boltinn er hjá Dybala sjálfum og þarf hann að taka ákvörðun.

Napoli endaði í 3. sæti deildarinnar á síðasta tímabili og fer því í Meistaradeild Evrópu. Roma endaði í sjötta sætinu og fer í Evrópudeildina en liðið vann Sambandsbikarinn á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner