Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 17. júlí 2022 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ungur leikmaður Leeds borinn af velli eftir viðskipti við McGinn
Mynd: EPA

Það gekk mikið á í æfingaleik milli Aston Villa og Leeds í nótt.


Leiknum lauk með 1-0 sigri Aston Villa þar sem Danny Ings skoraði markið úr vítaspyrnu. Philippe Coutinho hafði klúðrað vítaspyrnu fyrr í leiknum.

Hinn 16 ára gamli Archie Gray, leikmaður Leeds meiddist í leiknum og þurfti að fara útaf á börum. John McGinn og Gray börðust um boltann en McGinn var á undan og fylgdi eftir og tæklaði Gray sem snéri mikið upp á ökklann.

Það er óvíst hversu alvarleg meiðslin eru en Steven Gerrard stjóri Villa varði McGinn eftir leikinn.

„Þetta var leikur milli tveggja úrvalsdeildarfélaga. Við erum að undirbúa okkur fyrir mikilvægt tímabil og leikmenn beggja liða vilja vinna þó þetta sé vináttuleikur. Það er í DNA leikmanna að vinna og það er eðlilegt að það séu tæklingar í leikjum."

„Við óskum unga drengnum góðs bata. McGinn náði boltanum en því miður var hann óheppinn að fylgja á eftir. Við óskum honum góðs bata og vonandi eru þetta ekki löng meiðsli. Sami drengur átt svipaða tæklingu á Buendia og ég var með hjartað í buxunum," sagði Gerrard.



Athugasemdir
banner
banner