Hollenska stórveldið Ajax hefur áhuga á kantmanninum Harry Wilson sem er samningsbundinn Fulham næstu tvö árin.
Wilson er 27 ára gamall og kom að 14 mörkum í 43 leikjum með Fulham á síðustu leiktíð.
Félagið er reiðubúið til að selja hann fyrir rétt verð, en Wilson er metinn á um það bil 15 til 20 milljónir punda.
Wilson er uppalinn hjá Liverpool en kom aðeins við sögu í tveimur keppnisleikjum með meistaraflokki félagsins.
Kantmaðurinn frái gerði góða hluti á láni hjá Hull City, Derby County, Bournemouth, Cardiff og Fulham áður en hann var loks keyptur ti lFulham sumarið 2022.
Wilson hefur þó átt erfitt uppdráttar eftir að Fulham komst upp í ensku úrvalsdeildina og gæti verið tilbúinn til að skipta um félag.
Wilson er mikilvægur hlekkur í landsliði Wales þar sem hann á 8 mörk í 54 leikjum fyrir þjóð sína.
Athugasemdir