Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   mið 17. júlí 2024 23:24
Sölvi Haraldsson
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Brynjar var ekki sáttur eftir leikinn
Brynjar var ekki sáttur eftir leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var mjög súrt. Við töpuðum baráttunni gegn ástríðufullu liði. Á mjög stórum köflum í leiknum koðnuðum við bara niður og leyfðum þeim að taka yfir leikinn sem er leiðinlegt að sjá.“ sagði Brynjar Kristmundsson, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, eftir 3-2 tap gegn FC Árbæ í 16-liða úrslitum fótbolta.net bikarsins í kvöld


Lestu um leikinn: Árbær 3 -  2 Víkingur Ó.

Brynjar var ósáttur með sína menn í dag hvernig þeir koðnuðu niður oft í kvöld.

Við vissum alveg að þetta væri lið sem þrífst á orku. Þegar við gáfum þeim einhver tækifæri til að nýta sér það koðnuðum við bara niður og þeir keyrðu á okkur. Við vorum með þá í seinni hálfleik og ég hélt að við værum að ná sigurmarkinu. En þegar það dettur ekki og við förum að pirra okkur að þeim og dómaranum þá stígur þetta lið bara upp og refsar okkur sem þeir gerðu í dag.

Var eitthvað annað en baráttan sem klikkaði í dag?

Það eru ótrúlega margir hlutir sem klikka hjá okkur í dag. Í fyrsta markinu klikkar pressan okkar þegar þeir eru að spila með háa línu en við erum að reyna að spila þröngt miðsvæðis í staðinn fyrir að fara aftur fyrir þá. Það eru svo mikið af svon hlutum sem eru bara klaufalegir. Við erum með það gott lið að við eigum að sjá þetta. Mér fannst við fyrst og fremst tapa fyrir ástríðufullu liði sem tók yfir leikinn þannig.“

Næsti leikur Víkinga er gegn KFA á heimavelli næstkomandi sunnudag en Brynjar segir byrjunina á mótinu vera fína.

Fín byrjun. Margar góðar frammistöður og margar enn verri. Við töpuðum fyrsta leiknum okkar í seinustu umferð. En núna er það bara nýr leikur gegn KFA, risaleikur. Við munum leggja allt í sölurnar í þann leik og taka Árbæjarliðið til fyrirmyndar eins og þeir spiluðu í dag.“ sagði Brynjar.

Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner