Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 17. júlí 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sávio kynntur sem nýr leikmaður Man City í vikunni
Mynd: EPA
Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að brasilíski kantmaðurinn Sávio muni ganga til liðs við Manchester City í vikunni.

Sávio er 20 ára gamall og gerði frábæra hluti hjá Girona á síðustu leiktíð, en hann lék þar á láni frá franska félaginu Troyes.

Bæði Girona og Troyes eru í eigu City Football Group, sem gera þau að systurfélögum Man City.

Sávio kom að 21 marki í 41 leik með Girona á síðustu leiktíð og stóð sig nógu vel til að vera valinn í brasilíska landsliðshópinn fyrir Copa América.

Ungstirnið fékk þó ekki mikinn spiltíma í Copa América en skoraði í eina byrjunarliðsleiknum sínum á mótinu, 4-1 sigri gegn Paragvæ.
Athugasemdir
banner
banner