Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. ágúst 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Marsch: Ekki auðvelt að finna rétta sóknarmanninn
Mynd: EPA

Leeds er enn í leit að sóknarmanni eftir að hafa mistekist að landa Charles De Ketelaere fyrr í sumar. Belgíski framherjinn valdi Ítalíumeistara AC Milan þó að Club Brugge hafði samþykkt kauptilboð frá Leeds nokkrum vikum áður en tilboðið frá Milan var samþykkt.


Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds, segir að félagið sé með þá stefnu að kaupa einungis rétta leikmenn. Það sé engin ástæða til að flýta sér um of á leikmannamarkaðinum í sumar, félagið sé frekar reiðubúið til að bíða fram í næsta glugga.

Patrick Bamford er sóknarmaður Leeds en hann hefur verið að glíma við bölvuð meiðslavandræði undanfarin tvö tímabil og meiddist aftur í 2-2 jafntefli gegn Southampton um helgina.

„Við höfum verið í leit að sóknarmanni í allt sumar og ætlum ekki að flýta okkur. Rodrigo getur leyst þessa stöðu af hólmi og Dan (Daniel James) stundum líka. Þá eigum við efnilega sóknarmenn sem eru að koma upp eins og Mateo Fernandez og Sonny Perkins," sagði Marsch.

„Við erum að leita að réttu týpunni fyrir okkur og það er mikil vinna. Það er margt sem þarf að smella þegar maður kaupir nýjan leikmann.

„Ég vil sóknarmann sem skilar miklu vinnuframlagi og pressar mikið. Þetta er mjög erfið staða til að spila og það er mikil ábyrgð sem fylgir henni. Það er ekki auðvelt að finna rétta leikmanninn en við erum að gera okkar besta."


Athugasemdir
banner
banner