Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Í svona bikarleikjum getur allt gerst
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
   lau 17. ágúst 2024 17:24
Hákon Dagur Guðjónsson
Davíð Smári: Línuvörðurinn hleypur á hendina á honum og það er bara rautt spjald
Davíð Smári Lamude.
Davíð Smári Lamude.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vladan Dogatovic  sá rautt í dag.
Vladan Dogatovic sá rautt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega sáttur með þetta, góð frammistaða," sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir að liðið vann 2 - 0 heimasigur á KR í Bestu-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 KR

„Mér fannst við vera slakir fyrstu 15 mínúturnar og fannst KR liðið ógna okkur mikið þá og við vera pínu huglausir og hræddir við boltann. Við spörkuðum löngum boltum og vorum ekki klárir að vinna seinni boltana. Þegar við áttum okkar moment fyrstu 15-20 mínúturnar náðum við ekki að þrýsta með upp ef boltinn tapaðist og náðum engri pressu á þá. Eftir það fannst mér við spila okkar leik og gera það sem við vildum gera í leiknum," hélt hann áfram.

„Mér fannst við drepa í KR-ingunum með seinna markinu rétt fyrir hálfleik. Mér fannst ótrúlegt að leikurinn hafi bara farið 2-0 því við fengum urmul af færum hérna í dag, KR-ingar fengu fullt af hálffærum. Þau færi sem voru góð lokaði William Eskelinen og gerði það ótrúlega ég er hrikalega ánægður með hann og liðið í heild sinni."

Nánar er rætt við Davíð Smára í spilaranum að ofan en hann sagði að Eskelinin hafi verið tæpur fyrir leikinn vegna veikinda en spilaði og var frábær. Hann vildi líka hrósa Vladan Dogatovic markmannsþjálfara fyrir hvað Eskelinin hefur bætt sig en sá fyrrnefndi fékk að líta rauða spjaldið.

„Ég held nú að þetta sé rautt spjald en markmannsþjálfarinn minn gerir þau mistök að stíga aðeins út fyrir boðvanginn og er að benda okkar leikmönnum á eitthvað. Línuvörðurinn hleypur á hendina á honum og það er bara rautt spjald. Þetta var bara óheppni og óviljaverk en auðvitað eigum við ekki að standa í vegi fyrir línuverðinum. Það er bara rautt spjald ef maður gerir það og við verðum bara að taka því."
Athugasemdir
banner
banner