Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við vorum að sigla þessu heim
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Haukur Andri: Hörmulegur fyrri hálfleikur
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
Patrick Pedersen: Það var léttir að slá markametið
Fyrirliðinn spilaði óvænt frammi og skoraði tvennu - „Var að setja boltann í netið á æfingu"
Dominic Furness: Væri draumur að fá Tindastól á Laugardalsvöll
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
   lau 17. ágúst 2024 17:24
Hákon Dagur Guðjónsson
Davíð Smári: Línuvörðurinn hleypur á hendina á honum og það er bara rautt spjald
Davíð Smári Lamude.
Davíð Smári Lamude.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vladan Dogatovic  sá rautt í dag.
Vladan Dogatovic sá rautt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega sáttur með þetta, góð frammistaða," sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir að liðið vann 2 - 0 heimasigur á KR í Bestu-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 KR

„Mér fannst við vera slakir fyrstu 15 mínúturnar og fannst KR liðið ógna okkur mikið þá og við vera pínu huglausir og hræddir við boltann. Við spörkuðum löngum boltum og vorum ekki klárir að vinna seinni boltana. Þegar við áttum okkar moment fyrstu 15-20 mínúturnar náðum við ekki að þrýsta með upp ef boltinn tapaðist og náðum engri pressu á þá. Eftir það fannst mér við spila okkar leik og gera það sem við vildum gera í leiknum," hélt hann áfram.

„Mér fannst við drepa í KR-ingunum með seinna markinu rétt fyrir hálfleik. Mér fannst ótrúlegt að leikurinn hafi bara farið 2-0 því við fengum urmul af færum hérna í dag, KR-ingar fengu fullt af hálffærum. Þau færi sem voru góð lokaði William Eskelinen og gerði það ótrúlega ég er hrikalega ánægður með hann og liðið í heild sinni."

Nánar er rætt við Davíð Smára í spilaranum að ofan en hann sagði að Eskelinin hafi verið tæpur fyrir leikinn vegna veikinda en spilaði og var frábær. Hann vildi líka hrósa Vladan Dogatovic markmannsþjálfara fyrir hvað Eskelinin hefur bætt sig en sá fyrrnefndi fékk að líta rauða spjaldið.

„Ég held nú að þetta sé rautt spjald en markmannsþjálfarinn minn gerir þau mistök að stíga aðeins út fyrir boðvanginn og er að benda okkar leikmönnum á eitthvað. Línuvörðurinn hleypur á hendina á honum og það er bara rautt spjald. Þetta var bara óheppni og óviljaverk en auðvitað eigum við ekki að standa í vegi fyrir línuverðinum. Það er bara rautt spjald ef maður gerir það og við verðum bara að taka því."
Athugasemdir
banner