„Við höldum áfram þó þetta sé lítill möguleiki," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir 2-2 jafntefli við Stjörnuna á Akranesvelli í 20. umferð Pepsi-deild karla í dag.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 2 Stjarnan
„Þetta er náttúrulega búið að vera lítill möguleiki í langan tíma, við höldum áfram, ekki spurning. Við eigum Víking Reykjavík í næsta leik og við förum fulla ferð þar."
„Mér fannst leikurinn merkilega góður, púlsinn er náttúrulega rétt að fara niður, það voru mikil læti í þessum leik. Mér fannst hann merkilega góður miðað við aðstæður. Það voru færi á báða bóga og ég er bara drullufúll að ná ekki þessum sigri."
„Við pressuðum þetta sigurmark undir restina og með ólíkindum að við höfum ekki náð því. Ég held að hann hafi farið tvisvar eða þrisvar í slánna þarna í sömu sókninni. Svo erum við inn á markteig í dauðafæri í tvígang eftir það og svo tveir á móti einum hérna í restina þannig að við gerðum svo sannarlega nóg til að vinna þennan leik fannst mér. Ég er bara virkilega stoltur og ánægður með liðið í þessum leik."
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir