þri 17. september 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Best í 17. umferð: Gæti ekki hugsað mér lífið neitt öðruvísi
Natasha Anasi (Keflavík),
Natasha Anasi.
Natasha Anasi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha Anasi, leikmaður Keflavíkur, er leikmaður 17. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna. Natasha skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á HK/Víkingi um helgina en þrátt fyrir sigurin þá féll Keflavík úr deildinni því ÍBV lagði Fylki á sama tíma.

„Það var mjög súrsæt tilfinning. Mjög gott að vinna leikinn en að sama skapi þungt högg að heyra það strax að úrslitin skiptu engu máli. Við vissum að þetta væri langsótt og fótboltaguðirnir þyrftu að vera með okkur í liði en að lokum var það ekki raunin," sagði Natasha.

Leikurinn á sunnudag var færður inn í Reykjaneshöll hálftíma fyrir leik vegna veðurs.

„Við vissum að það væri alltaf möguleiki á að leikurinn yrði færður inn vegna veðurs. Það er alltaf fínt að spila inni sérstaklega til þess að veðrið hafi ekki of mikil áhrif á gang leiksins."

Framhaldið ekki ákveðið
Natasha hefur áður verið valin leikmaður umferðarinnar í sumar.
Var þetta hennar besti leikur á tímabilinu? „Þetta var alveg solid leikur hjá mér. Ég er alltaf gagnrýnin á sjálfa mig og myndi ekki segja að þetta hafi verið besta frammistaðan á tímabilinu , en klárlega ein af þeim betri og það í sigri."

Natasha segist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún spili áfram með Keflavík í Inkasso-deildinni að ári eða haldi áfram í Pepsi Max-deildinni.

„Ég hef reynt að pæla sem minnst í því enda tímabilið ekki búið hjá okkur þó svo að örlög okkar séu ráðin. Ég vil klára tímabilið og einbeita mér svo að því að eyða tíma með fjölskyldunni minni. Ég held að mínir aðal stuðningsmenn eigi það skilið eftir langt tímabil og svo förum við að hugsa um næsta sumar," sagði Natasha sem líkar vel á Íslandi eftir sex ára dvöl þar sem hún hefur leikið með ÍBV og Keflavík.

„ Já ég elska að búa hérna á Íslandi. Það hjálpar líka að við fjölskyldan erum búin að koma okkur vel fyrir og ég gæti ekki hugsað mér lífið neitt öðruvísi."

„Hvað varðar fótboltann þá eru allar deildirnar að styrkjast á hverju ári. Það er gaman að sjá hvernig Pepsi Max deildin hefur þróast yfir þessi 6 tímabil sem ég hef verið á Íslandi og núna vantar bara fleiri lið sem vilja fara all in og taka þátt í titilbaráttu. Það er einnig gaman fylgjast með Breiðablik taka þátt í Meistaradeildinni og eru að standa sig hrikalega vel sem sýnir einmitt að styrkleikinn hérna heima er ansi góður,"
sagði Natasha að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 16. umferð - Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Best í 14. umferð - Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Best í 13. umferð - Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir)
Best í 12. umferð - Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Best í 11. umferð - Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
Best í 10. umferð - Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Best í 9. umferð - Sandra Mayor (Þór/KA)
Best í 7. umferð - Natasha Anasi (Keflavík)
Best í 6. umferð - Elín Metta Jensen (Valur)
Best í 5. umferð - Cloe Lacasse (ÍBV)
Best í 4. umferð - Elín Metta Jensen (Valur)
Best í 3. umferð - Birta Guðlaugsdóttir (Stjarnan)
Best í 2. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Best í 1. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner