Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 17. september 2019 21:57
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Barkley er vítaskyttan okkar
Barkley svekktur eftir tapið.
Barkley svekktur eftir tapið.
Mynd: Getty Images
Chelsea tapaði 0-1 gegn Valencia er liðin mættust í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld.

Chelsea var betri aðilinn í leiknum en tókst ekki að koma knettinum í netið. Rodrigo Moreno gerði eina mark leiksins eftir fast leikatriði á 74. mínútu.

Heimamenn fengu kjörið tækifæri til að jafna á lokamínútum leiksins þegar vítaspyrna var dæmd. Barkley, sem hafði komið inn af bekknum skömmu áður, tók knöttinn og fór með hann á punktinn.

Willian og Jorginho, sem eru báðir vítaskyttur hjá Chelsea, stöðvuðu hann til að ræða málin. Þeir vildu báðir taka spyrnuna en Barkley sagði nei, steig á punktinn sjálfur og skaut í slánna og yfir. Lokatölurnar því 0-1.

Frank Lampard kom leikmanni sínum þó til varnar að leikslokum. „Ross er vítaskytta félagsins. Á eftir honum koma Jorginho og Willian. Þegar Ross er á vellinum þá tekur hann vítin."
Athugasemdir
banner
banner
banner