þri 17. september 2019 10:45
Fótbolti.net
Rúnar Kristins aftur út? - Brann hefur áhuga
Rúnar fagnar eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær.
Rúnar fagnar eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar faðmar Óskar Örn Hauksson eftir leikinn í gær.
Rúnar faðmar Óskar Örn Hauksson eftir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gæti verið á leiða aftur erlendis í þjálfun en rætt var um málið í Innkastinu á Fótbolta.net í gærkvöldi.

Heimildir Fréttablaðsins herma að forráðamenn norska úrvalseildarliðsins Brann hafi áhuga á því að ráða Rúnar sem þjálfara liðsins og hafi spurst fyrir um starfskrafta hans.

Hins vegar segja sömu hemildir að Rúnar sé tregur til þess að stökkva frá borði hjá KR og muni ekki taka við liði erlendis nema að vel ígrunduðu máli.

Brann er í 5. sæti í norsku úrvalsdeildinni en þjálfari liðsins er Lars Arne NIlsen sem hefur verið við stjórnvölinn síðan 2015.

Rúnar stýrði Lilleström í Noregi frá 2014 til 2016 og Lokeren í Belgíu 2016-2017. Lilleström glímdi við fjárhagsvandræði þega Rúnar var þar og hjá Lokeren var hann óvænt rekinn frá félaginu eftir einungis tvo leiki tímabilið 2017/2018.

„Ég vil sjá Rúnar fara aftur út. Hjá Lilleström og Lokeren var illa vegið að honum. Hann fékk ekki gott starfsumhverfi og var rekinn á skrýtnum tíma," sagði Magnús Már Einarsson í Innkastinu í gær.

„Hann þarf ekki risa klúbb. Hann þarf bara traust og tíma og gott umhverfi," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

Rúnar var hrærður eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Val í gær en hann vildi lítið gefa fyrir sögusagnir um að hann sé á förum eftir þann leik. „Það er ekkert til í því," sagði Rúnar aðspurður hvort hann sé á leið aftur út.
Rúnar Kristins hrærður: Vildum klára þetta sjálfir
Innkastið - Meistaraþáttur og þjálfaraslúður
Athugasemdir
banner
banner
banner