Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. september 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ferdinand grátbiður United um að kaupa Sancho
Jadon Sancho
Jadon Sancho
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho hefur verið skotmark Manchester United í langan tíma og í gær bárust þær fregnir að Ole Gunnar Solskjær væri búinn að ræða við enska kantmanninn nýlega og tjá honum að verið sé að vinna í að klára félagskiptin til United frá Dortmund.

Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður United, er orðinn þreyttur á því hversu langan tíma allt tekur hjá United og ber saman aðferðir Chelsea og United.

„Munurinn á því hvernig Chelsea hefur gert í sínum félagaskiptum og mitt lið Man United... Það er enginn hávaði í kringum það sem er í gangi, allt sem sést er einn smellur og málið er klárt. Stuttar viðræður og allt klappað og klárt. Það fer í taugarnar á mér og öllum stuðningsmönnum United," sagði Rio í gær.

„Það var rætt um Sancho fyrir löngu síman en lítið hefur gerst, það er mjög pirrandi. Ég er ekki að segja að það sé auðvelt að ná samkomulagi en Chelsea sýnir að það er möguleiki á því ef þú kemur með peningana og hlutirnir eru gerðir á réttan hátt."

„Strákurinn [Sancho] býr yfir klikkuðum hæfileikum. Ég þarf að fá hann í Manchester United, viljiði gera það fyrir mig að kaupa hann, ég grátbið."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner