Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   lau 17. september 2022 16:40
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Við hlökkum til að taka þátt í þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það vantaði neista í okkur í dag og vantaði kraft og áræðni sem hefur verið einkenni okkar í síðustu leikjum. Það hefur ofboðslega flottur og góður taktur en þetta var alltof dofið fyrir minn smekk í dag." sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir tapið á Kópavogsvelli í dag


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 ÍBV

„Fyrri hálfeikurinn var svolítið gæðalaus hjá báðum liðum en við fengum góðar stöður og hefðum átt að nýta okkur það betur og ef það hefði verið svolítill kraftur þá hefðum við gert það en mér fannst eitthvað vanta aðeins uppá og það vantaði að kveikja eitthvað bál hérna en það kom aldrei."

Hvernig fannst Hemma leikurinn spilast? 

„Ég var nokkuð sáttur með pressuna, við stoppuðum þá í því sem þeir eru góðir í og gáfum ekki færi á okkur svosem og unnum boltann hátt það var ágætis kaflar en svo vantaði aðeins smá neista, trú og gæði í dag."

Framundan er tveggja vikna frí áður en deildinni verður skipt niður í tvo hluta og Hemmi segir að liðið ætli að nýta þetta frí vel í undirbúning fyrir loka sprettinn í deildinni.

„Við ætlum að nýta hana gríðarlega vel. Við erum búnir að vera á góðu skriði og flott stand á okkur og við nýtum það alveg í botn, það er enginn spurning bara til að slípa okkur saman og við erum spenntir fyrir þessari keppni og okkur hlakkar til að taka þátt í þessu."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner