Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 17. september 2022 16:40
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Við hlökkum til að taka þátt í þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það vantaði neista í okkur í dag og vantaði kraft og áræðni sem hefur verið einkenni okkar í síðustu leikjum. Það hefur ofboðslega flottur og góður taktur en þetta var alltof dofið fyrir minn smekk í dag." sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir tapið á Kópavogsvelli í dag


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 ÍBV

„Fyrri hálfeikurinn var svolítið gæðalaus hjá báðum liðum en við fengum góðar stöður og hefðum átt að nýta okkur það betur og ef það hefði verið svolítill kraftur þá hefðum við gert það en mér fannst eitthvað vanta aðeins uppá og það vantaði að kveikja eitthvað bál hérna en það kom aldrei."

Hvernig fannst Hemma leikurinn spilast? 

„Ég var nokkuð sáttur með pressuna, við stoppuðum þá í því sem þeir eru góðir í og gáfum ekki færi á okkur svosem og unnum boltann hátt það var ágætis kaflar en svo vantaði aðeins smá neista, trú og gæði í dag."

Framundan er tveggja vikna frí áður en deildinni verður skipt niður í tvo hluta og Hemmi segir að liðið ætli að nýta þetta frí vel í undirbúning fyrir loka sprettinn í deildinni.

„Við ætlum að nýta hana gríðarlega vel. Við erum búnir að vera á góðu skriði og flott stand á okkur og við nýtum það alveg í botn, það er enginn spurning bara til að slípa okkur saman og við erum spenntir fyrir þessari keppni og okkur hlakkar til að taka þátt í þessu."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner