Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   lau 17. september 2022 16:40
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Við hlökkum til að taka þátt í þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það vantaði neista í okkur í dag og vantaði kraft og áræðni sem hefur verið einkenni okkar í síðustu leikjum. Það hefur ofboðslega flottur og góður taktur en þetta var alltof dofið fyrir minn smekk í dag." sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir tapið á Kópavogsvelli í dag


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 ÍBV

„Fyrri hálfeikurinn var svolítið gæðalaus hjá báðum liðum en við fengum góðar stöður og hefðum átt að nýta okkur það betur og ef það hefði verið svolítill kraftur þá hefðum við gert það en mér fannst eitthvað vanta aðeins uppá og það vantaði að kveikja eitthvað bál hérna en það kom aldrei."

Hvernig fannst Hemma leikurinn spilast? 

„Ég var nokkuð sáttur með pressuna, við stoppuðum þá í því sem þeir eru góðir í og gáfum ekki færi á okkur svosem og unnum boltann hátt það var ágætis kaflar en svo vantaði aðeins smá neista, trú og gæði í dag."

Framundan er tveggja vikna frí áður en deildinni verður skipt niður í tvo hluta og Hemmi segir að liðið ætli að nýta þetta frí vel í undirbúning fyrir loka sprettinn í deildinni.

„Við ætlum að nýta hana gríðarlega vel. Við erum búnir að vera á góðu skriði og flott stand á okkur og við nýtum það alveg í botn, það er enginn spurning bara til að slípa okkur saman og við erum spenntir fyrir þessari keppni og okkur hlakkar til að taka þátt í þessu."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner