Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   lau 17. september 2022 16:40
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Við hlökkum til að taka þátt í þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það vantaði neista í okkur í dag og vantaði kraft og áræðni sem hefur verið einkenni okkar í síðustu leikjum. Það hefur ofboðslega flottur og góður taktur en þetta var alltof dofið fyrir minn smekk í dag." sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir tapið á Kópavogsvelli í dag


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 ÍBV

„Fyrri hálfeikurinn var svolítið gæðalaus hjá báðum liðum en við fengum góðar stöður og hefðum átt að nýta okkur það betur og ef það hefði verið svolítill kraftur þá hefðum við gert það en mér fannst eitthvað vanta aðeins uppá og það vantaði að kveikja eitthvað bál hérna en það kom aldrei."

Hvernig fannst Hemma leikurinn spilast? 

„Ég var nokkuð sáttur með pressuna, við stoppuðum þá í því sem þeir eru góðir í og gáfum ekki færi á okkur svosem og unnum boltann hátt það var ágætis kaflar en svo vantaði aðeins smá neista, trú og gæði í dag."

Framundan er tveggja vikna frí áður en deildinni verður skipt niður í tvo hluta og Hemmi segir að liðið ætli að nýta þetta frí vel í undirbúning fyrir loka sprettinn í deildinni.

„Við ætlum að nýta hana gríðarlega vel. Við erum búnir að vera á góðu skriði og flott stand á okkur og við nýtum það alveg í botn, það er enginn spurning bara til að slípa okkur saman og við erum spenntir fyrir þessari keppni og okkur hlakkar til að taka þátt í þessu."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner