Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   lau 17. september 2022 16:40
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Við hlökkum til að taka þátt í þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það vantaði neista í okkur í dag og vantaði kraft og áræðni sem hefur verið einkenni okkar í síðustu leikjum. Það hefur ofboðslega flottur og góður taktur en þetta var alltof dofið fyrir minn smekk í dag." sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir tapið á Kópavogsvelli í dag


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 ÍBV

„Fyrri hálfeikurinn var svolítið gæðalaus hjá báðum liðum en við fengum góðar stöður og hefðum átt að nýta okkur það betur og ef það hefði verið svolítill kraftur þá hefðum við gert það en mér fannst eitthvað vanta aðeins uppá og það vantaði að kveikja eitthvað bál hérna en það kom aldrei."

Hvernig fannst Hemma leikurinn spilast? 

„Ég var nokkuð sáttur með pressuna, við stoppuðum þá í því sem þeir eru góðir í og gáfum ekki færi á okkur svosem og unnum boltann hátt það var ágætis kaflar en svo vantaði aðeins smá neista, trú og gæði í dag."

Framundan er tveggja vikna frí áður en deildinni verður skipt niður í tvo hluta og Hemmi segir að liðið ætli að nýta þetta frí vel í undirbúning fyrir loka sprettinn í deildinni.

„Við ætlum að nýta hana gríðarlega vel. Við erum búnir að vera á góðu skriði og flott stand á okkur og við nýtum það alveg í botn, það er enginn spurning bara til að slípa okkur saman og við erum spenntir fyrir þessari keppni og okkur hlakkar til að taka þátt í þessu."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner