Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   sun 17. september 2023 11:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp: Mac Allister var algjörlega búinn á því
Mynd: Getty Images

Það var erfiður dagur á skrifstofunni hjá Alexis Mac Allister miðjumanni Liverpool þegar liðið lagði Wolves 3-1 í gær.


Mac Allister var tekinn af velli í fyrri hálfleik en Jurgen Klopp segir að hann hafi verið algjörlega búinn á því.

„Gult spjald og hann var algjörlega búinn á því strax í fyrri hálfleik. Við vitum hversu góður hann er. Hann var með súrefnisgrímu á sér í vikunni, mér fannst hann geta verið með hana að eins lengur stundum, það hefði kannski hjálpað," sagði Klopp.

„Þetta var bara erfitt. Þegar þú ert í svona leik er líklegt að þú verðir of seinn í tæklingu og þá færðu þitt annað gula spjald, það er allt og sumt."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner