Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Tufa: Þurfti ekkert að gíra menn upp
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   sun 17. september 2023 17:19
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Kristján: Svaka virðing á okkur að þær skyldu leggjast niður á teig og sparka boltanum fram
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Orkustigið það hefði þurft að vera aðeins hærra, þá hefðum við fækkað mistökunum. Við vorum að gera fleiri mistök í þessum leik en oftast áður og það var þreyta í mannskapnum, það verður bara því miður að segja það þó það sé leiðinlegt að gera það," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 2-0 tap gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í dag.

„Við stjórnuðum leiknum og vorum með boltann nánast allan tímann en náum ekki að búa til nógu opið færi og það er það sem skilur á milli í þessu."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

Breiðablik varðist aftarlega í leiknum, mun aftar en þær eru þekktar fyrir. Þetta kom Kristjáni ekki á óvart.

„Nei nei við vissum svo sem ekki hverju við áttum von á frá þeim í dag en þetta var svaka virðing á okkur að þær skyldu leggjast niður á teig og sparka boltanum fram, það er alveg geggjað. En okkur tókst ekki að opna þær nógu vel."

Kristján talaði um þreytu í Stjörnuliðinu en liðið kom úr Evrópuleikjum og spilaði við Val fyrir þremur dögum. En nú er landsleikjahlé framundan sem er kærkomið.

„Að spila við Val og Breiðablik á þremur dögum það er ekkert grín fyrir hvaða lið sem er. Þetta er mun hærra álag heldur en að spila við önnur lið í deildinni, með fullri virðingu fyrir öðrum liðum í deildinni. Það verður hvíld frá þessu mikla álagi hjá flestum leikmönnum en einhverjar eru að fara með landsliðunum og verða í einhverju álagi," sagði Kristján.

Nánar er rætt við Kristján í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner