Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   sun 17. september 2023 17:19
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Kristján: Svaka virðing á okkur að þær skyldu leggjast niður á teig og sparka boltanum fram
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Orkustigið það hefði þurft að vera aðeins hærra, þá hefðum við fækkað mistökunum. Við vorum að gera fleiri mistök í þessum leik en oftast áður og það var þreyta í mannskapnum, það verður bara því miður að segja það þó það sé leiðinlegt að gera það," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 2-0 tap gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í dag.

„Við stjórnuðum leiknum og vorum með boltann nánast allan tímann en náum ekki að búa til nógu opið færi og það er það sem skilur á milli í þessu."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

Breiðablik varðist aftarlega í leiknum, mun aftar en þær eru þekktar fyrir. Þetta kom Kristjáni ekki á óvart.

„Nei nei við vissum svo sem ekki hverju við áttum von á frá þeim í dag en þetta var svaka virðing á okkur að þær skyldu leggjast niður á teig og sparka boltanum fram, það er alveg geggjað. En okkur tókst ekki að opna þær nógu vel."

Kristján talaði um þreytu í Stjörnuliðinu en liðið kom úr Evrópuleikjum og spilaði við Val fyrir þremur dögum. En nú er landsleikjahlé framundan sem er kærkomið.

„Að spila við Val og Breiðablik á þremur dögum það er ekkert grín fyrir hvaða lið sem er. Þetta er mun hærra álag heldur en að spila við önnur lið í deildinni, með fullri virðingu fyrir öðrum liðum í deildinni. Það verður hvíld frá þessu mikla álagi hjá flestum leikmönnum en einhverjar eru að fara með landsliðunum og verða í einhverju álagi," sagði Kristján.

Nánar er rætt við Kristján í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner