KR og Vestri mætast á sunnudaginn í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu. Ljóst er að KR verður án Arons Sigurðssonar sem tekur út leikbann vegna uppsafnaðra áminninga.
Vestri verður án William Eskelinen markvarðar síns en gula spjaldið þegar hann fékk á sig víti gegn Stjörnunni var hans fjórða áminning á tímabilinu.
Danski varamarkvörðurinn Benjamin Schubert, sem kom í glugganum, mun því væntanlega standa í marki Vestra á Meistaravöllum.
Vestri verður án William Eskelinen markvarðar síns en gula spjaldið þegar hann fékk á sig víti gegn Stjörnunni var hans fjórða áminning á tímabilinu.
Danski varamarkvörðurinn Benjamin Schubert, sem kom í glugganum, mun því væntanlega standa í marki Vestra á Meistaravöllum.
Logi fyrstur til að safna tíu spjöldum
Halldór Jón Sigurður Þórðarson verður í banni þegar Fylkir heimsækir Fram á sunnudag og Jakob Snær Árnason verður í banni þegar KA tekur á móti HK á miðvikudaginn í næstu viku.
Þá er Logi Hrafn Róbertsson leikmaður FH á leið í sitt þriðja bann en hann er fyrstur leikmanna til að fá tíu gul spjöld á tímabilinu. Logi verður ekki með FH þegar liðið heimsækir Víking á miðvikudaginn í næstu viku.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir