Franski landsliðsmaðurinn Adrien Rabiot er mættur til Marseille til að ganga frá samningum við félagið. Leikmaðurinn fékk svakalegar móttökur þegar hann lenti í Frakklandi í gær.
Miðjumaðurinn rann út á samningi hjá Juventus í sumar og ákvað að framlengja ekki við félagið.
Hann fékk vegleg tilboð frá Sádi-Arabíu og Tyrklandi, en kaus frekar að halda aftur heim til Frakklands.
„Þetta er ótrúlegt! Það er klikkun að sjá stuðningsmenn Marseille hérna, sem láta mér líða svo sérstökum. Þetta var mjög flókinn díll og virtist ólíklegt, en síðan kynnti Benatia verkefnið fyrir mér. Ég talaði líka við De Zerbi og hef ég nú samþykkt tilboðið. Ég get ekki beðið eftir því að koma mér af stað,“ sagði Rabiot.
Marseille er komið með gríðarlega sterkan hóp sem mun svo sannarlega gera tilkall til þess að vinna frönsku deildina í ár.
Adrien Rabiot qui sauteeee ????????
— Instone ????? (@instone44) September 16, 2024
Adrien Rabiot qui chanteuu ????????#PeupleBleuBlanc #MercatOM #Mercato #TeamOM pic.twitter.com/MZrwaaUdtw
Athugasemdir