Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 17. október 2019 10:59
Elvar Geir Magnússon
Klopp kallaði Mane inn á skrifstofu til sín
Sadio Mane og Mo Salah.
Sadio Mane og Mo Salah.
Mynd: Getty Images
Mikið var fjallað um pirring Sadio Mane út í liðsfélaga sinn hjá Liverpool, Mohamed Salah, í leik gegn Burnley í síðasta mánuði.

Mane var brjálaður að fá ekki sendingu frá Mohamed Salah og lét reiði sína í ljós á varamannabekknum þegar hann var tekinn af velli.

Eftir leikinn sagði Mane að allt væri í góðu milli sín og Salah en þeir ræddu málin í klefanum.

„Við tölum stundum saman í símanum, sendum hvor öðrum skilaboð og það er ekkert vandamál milli okkur. Við ræddum málin okkar á milli og svo kallaði stjórinn mig inn á skrifstofu til sín og við spjölluðum. Ég sagði honum að þegar væri búið að leysa vandamálið og hann var ánægður með það," segir Mane.

Þrátt fyrir að allt sé í góðu milli Mane og Salah er áhugaverð tölfræði að Salah hefur ekki búið til eitt einasta færi fyrir Mane það sem af er tímabili í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner