Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 17. október 2021 16:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikurinn hafinn á ný - Stuðningsmaðurinn kominn til meðvitundar
Leikur Newcastle og Tottenham er hafinn á ný eftir að hafa verið stöðvaður svo hægt væri að hlúa að stuðningsmanni.

Serigo Regulion leikmaður Tottenham benti uppí stúku og það var óljóst um stund hvað var í gangi. Eric Dier leikmaður Tottenham kallaði til lækni sem hljóp af stað með hjartastuðtæki upp í stúku.

Því virðist sem áhorfandi hafið hnigið niður, þetta er mjög óhugnalegt en leikurinn hefur verið stöðvaður og leikmenn sendir inn í klefa. Þetta minnir óneitanlega á atvikið með Christian Eriksen á EM í sumar.

Stuðningsmaðurinn er kominn til meðvitundar og á leið uppá sjúkrahús í frekari skoðun.


Athugasemdir
banner