Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Naumur sigur í Moldóvu - Einu stigi minna en fyrir EM 2016
Icelandair
Ísland fagnar marki í kvöld.
Ísland fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi skoraði sigurmarkið, en hann klúðraði líka víti.
Gylfi skoraði sigurmarkið, en hann klúðraði líka víti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Moldóva 1 - 2 Ísland
0-1 Birkir Bjarnason ('18 )
1-1 Nicolae Milinceanu ('56 )
1-2 Gylfi Þór Sigurðsson(f) ('65 )
1-2 Gylfi Þór Sigurðsson(f) ('78 , misnotað víti)
Lestu nánar um leikinn

Ísland vann nauman sigur á Moldóvu í lokaleik okkar manna í undanriðlinum fyrir EM 2020.

Það var vitað fyrir leikinn að Ísland ætti ekki möguleika á því að fara áfram úr riðlinum og á EM. Við förum í umspil næsta mars um sæti í lokakeppninni.

Leikurinn gegn Moldóvu var ekki besti leikur sem íslenska landsliðið hefur spilað, en sigur var niðurstaðan.

Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark leiksins eftir glæsilega sókn á 18. mínútu. Mikael Anderson, sem var að byrja sinn fyrsta keppnisleik fyrir Ísland, átti stoðsendinguna.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en á 56. mínútu jöfnuðu heimamenn þegar Nicolae Milinceanu skoraði eftir fyrirgjöf frá vinstri. Hann var einn á auðum sjó í teignum.

Ísland náði aftur forystunni á 65. mínútu þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði, aftur eftir mjög flotta sókn.

Á 78. mínútu fékk Gylfi tækifæri til að skora sitt annað mark, en hann klúðraði vítaspyrnu sem hann tók. Markvörður Moldóvu sá við honum.

Lokatölur 2-1 fyrir Ísland og við endum í þriðja sæti riðilsins með 19 stig. Frakkland vinnur riðilinn með 25 stig og Tyrkland endar með 23 stig.

Þegar við fórum á EM 2016, þá enduðum við undanriðilinn með 20 stig. Það var einnig sex liða riðill.

Önnur úrslit í riðlinum:
Frakkland og Tyrkland unnu leiki sína í riðlinum í kvöld. Tyrkland lagði Andorra og Frakkar, ríkjandi Heimsmeistararnir, höfðu betur gegn Albaníu.

Önnur úrslit í riðlinum:
Andorra 0 - 2 Tyrkland
0-1 Enes Unal ('18 )
0-2 Enes Unal ('21 , víti)

Albanía 0 - 2 Frakkland
0-1 Corentin Tolisso ('8 )
0-2 Antoine Griezmann ('31 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner