Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 17. nóvember 2020 11:22
Magnús Már Einarsson
Kári: Best fyrir fréttamenn að grátbiðja þá um að halda áfram
Icelandair
Kári Árnason spilar mögulega kveðjuleik sinn á morgun.
Kári Árnason spilar mögulega kveðjuleik sinn á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, vonast til að sem flestir leikmenn sem hafa borið liðið uppi undanfarin ár muni halda áfram að spila.

Hinn 38 ára gamli Kári spilar mögulega sinn síðasta landsleik gegn Englandi annað kvöld en hann vonast til að sem flestir aðrir taki slaginn áfram í undankeppni HM á næsta ári.

„Ég held að það sé best fyrir fréttamenn að reyna eins og þeir geta að grátbiðja þá um að halda áfram. Þetta er eina liðið sem hefur náð einhverjum alvöru árangri," sagði Kári ákveðinn á fréttamannafundi í dag.

„Ég hef aldrei skilið þetta. Þú spilar á þínu sterkasta liði og þeim sem kunna að vinna og vita út á hvað þetta gengur. Þetta hefur ekkert að gera með neitt annað. Tími ungra stráka kemur alltaf."

„Ég tek mig út úr þessari mynd því að ég er talsvert eldri en þeir. Þeir eru í kringum þrítugt. Ef þeir haldast heilir þá eru þetta okkar bestu menn. Það er svo einfalt. Þeir vita nákvæmlega hvað til þarf til að ná árangri og vinna leiki í svona fótbolta. Félagsliða fótbolti er allt öðruvísi."

„Ég held að það sé nóg eftir hjá þeim. Þeir hafa verið óheppnir með meiðsli og verða að finna lausnir á því. Menn eins og Jói, Alfreð, Kolli. Það þýðir ekkert að tjasla sér saman fyrir leiki, ná að spila einn leik og meiðast aftur. Þá er þetta erfitt. Ef þeir haldast heilir þá eru þeir okkar bestu menn. Svo einfalt er það,"
sagði Kári.
Athugasemdir
banner
banner