Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 17. nóvember 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Líklegt byrjunarlið Englands gegn Íslandi - Margir fjarverandi
Icelandair
Kyle Walker og Albert Guðmundsson í leiknum á Laugardalsvelli í september.
Kyle Walker og Albert Guðmundsson í leiknum á Laugardalsvelli í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jadon Sancho gæti byrjað á morgun.
Jadon Sancho gæti byrjað á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
England fær Ísland í heimsókn í lokaumferð Þjóðadeildarinnar á Wembley annað kvöld.

Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Englandi en Joe Gomez, James Ward-Prowse, Trent Alexander-Arnold, Jordan Henderson og Raheem Sterling eru allir fjarverandi.

Talksport spáir því að Harry Kane, Mason Mount, Kieran Trippier, Jordan Pickford og Eric Dier verði á bekknum gegn Íslandi á morgun.

Nick Pope, Michael Keane, Ainsley Maitland-Niles, Bukayo Saka, Jadon Sancho og Dominic Calvert-Lewin gætu allir byrjað.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, var gagnrýndur fyrir 3-4-3 leikkerfi sitt í 2-0 tapinu gegn Belgum á sunnudag en Talksport spáir því að hann haldi sig við það.

Hér að neðan má sjá líklegt byrjunarlið Englendinga.

Sjá einnig:
Hvernig verður síðasta byrjunarlið Hamren?
Athugasemdir
banner
banner