Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 17. desember 2022 17:11
Brynjar Ingi Erluson
Króatar heimtuðu víti en fengu ekki - „Var þetta ekki svokölluð 'stonewall' vítaspyrna?"
Josko Gvardiol lá kylliflatur í grasið
Josko Gvardiol lá kylliflatur í grasið
Mynd: EPA
Króatía og Marokkó vildu bæði fá vítaspyrnu í bronsleiknum á HM í Katar í dag en dómarinn og VAR-teymið var ekki á sama máli.

Fyrst átti Josko Gvardiol góðan sprett inn í teig Marokkó og var hann kominn einn gegn Yassine Bounou er Sofyan Amrabat fór aftan í hann með þeim afleiðingum að Gvardiol féll í grasið.

VAR-teymið sá ekkert athugavert við þetta atvik en þegar endursýning er skoðuð virðist hann taka Gvardiol úr jafnvægi og líklega rangur dómur hjá teyminu.

Marokkó vildi einnig vítaspyrnu mínútu síðar er Achraf Hakimi féll eftir viðskipti sín við Bruno Petkovic. Brotið byrjaði fyrir utan teiginn og hefði Afríkuþjóðin aldrei fengið vítaspyrnu, en hægt er að sjá bæði atvik hér fyrir neðan og dæmi nú hver fyrir sig.




Athugasemdir
banner
banner
banner