Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 18. janúar 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp um Afríkukeppnina: Stórslys fyrir okkur
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp var ekki skemmt þegar honum bárust fregnir að Afríkukeppnin yrði ekki haldin aftur yfir sumartímann líkt og í fyrra.

Þess í stað hefur keppnin verið færð aftur til janúar og febrúar og mun hún fara fram aftur á næsta ári.

Liverpool missir líklegast tvo lykilmenn í sóknarleiknum sem eru vanir að rata í lokakeppnina, Mohamed Salah (Egyptaland) og Sadio Mane (Senegal). Þá er Naby Keita (Malí) einnig líklegur til að komast á lokamótið.

„Þetta er ekki gott fyrir afríska leikmenn, þetta hefur áhrif þegar félög leita sér að nýjum leikmönnum. Það er vandamál að afrískir leikmenn séu frá í fjórar vikur vegna Afríkukeppninnar ," sagði Klopp.

„Að færa Afríkukeppnina aftur í janúar er stórslys fyrir okkur."

Klopp talaði um galla Afríkukeppninnar í smá tíma og kom með nokkra áhugaverða punkta.

„Mér finnst eins og að fyrirtækið sem borgar leikmanninum eigi að geta ákveðið hvort hann taki þátt í Afríkukeppninni eða ekki. Svo er ekki, við erum ekki með neitt vald. Ef leikmaður meiðist fyrir mótið þá vill landsliðið samt fá hann út til að láta sína eigin lækna skoða hann.

„Við höfum ekkert vald og þurfum að hlýða öllu sem landsliðin segja. Þetta ætti ekki að vera svona, ekki í nútímaheiminum.

„Ég segi þessa hluti við ykkur en enginn mun hlusta. Þetta er mesta tímasóun í heimi."

Athugasemdir
banner
banner
banner