Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. janúar 2021 09:11
Magnús Már Einarsson
Atli Guðna hefði haldið áfram ef Eiður hefði þjálfað FH áfram
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Atli Guðnason var í gær í ítarlegu viðtali við Orra Freyr Rúnarsson á Sportrásinni á Rás 2 en þar fór hann yfir glæsan feril sinn. Atli ákvað að leggja skóna á hilluna á dögunum.

Atli segir þó að hann hefði líklega tekið eitt tímabil til viðbótar ef Eiður Smári Guðjohnsen hefði þjálfað lið FH áfram. Eiður hætti í desember til að gerast aðstoðarlandsliðsþjálfari.

„Ég held að þetta sé ágætis tímapunktur. 36 ára og búinn að vera í þrjú ár í hálfgerðu aukahlutverki,” segir Atli í Sportrásinni.

„Ég var svolítið spenntur að vera með Eið Smára áfram. Ég hugsa að ég hefði haldið áfram ef hann hefði verið. En svona þegar hann steig frá borði þá fannst mér bara ágætt að segja þetta gott,” segir Atli sem lofar Eið sem þjálfara. „Hann er bestur Íslendinga í fótbolta í sögunni. Ef maður getur ekki lært af honum þá getur maður af engum lært.”

„Eiður er stærsta stjarnan og þegar það kemur svoleiðis maður inn þá stíga menn upp. Eftir að Eiður Smári og Logi koma inn er Lennon ótrúlegur. Hann hefði slegið þetta markamet ef mótið hefði verið klárað. Enginn spurning."


Hann segir verkaskiptingu þeirra hafa verið nokkuð jafna. „Eiður sá um æfingar. Sá um að halda mönnum á tánum á æfingum. Á fundum töluðu þeir svo báðir. Logi er náttúrulega léttur, kemur með létta stemningu allstaðar þar sem hann er. Eiður kemur með hinn pólinn, sterkan karakter sem heldur mönnum á tánum. Með fáránlega visku. Maður var oft að velta fyrir sér: „Hvaðan ætli þetta komi? Ætli þetta sé Mourinho eða Guardiola?,” segir Atli í viðtalinu á Sportrásinni.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið í heild
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner