Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 18. janúar 2022 18:51
Brynjar Ingi Erluson
Fyrst allra kvenna til að dæma í Afríkukeppninni
Salima Mukansanga hafði nóg að gera í leiknum og lyfti gula spjaldinu sex sinnum á loft
Salima Mukansanga hafði nóg að gera í leiknum og lyfti gula spjaldinu sex sinnum á loft
Mynd: EPA
Salima Mukansanga braut blað í sögunni í dag er hún varð fyrsta konan til að dæma í Afríkukeppninni.

Mukansanga er 34 ára gömul og dæmdi á sínu fyrsta stórmóti árið 2019 á HM í Frakklandi.

Hún fékk smjörþefinn af Afríkukeppninni er Gínea vann Malaví, 1-0, þar sem hún var fjórði dómari en í dag braut hún og teymi hennar blað í sögunni er þær dæmdu leik Simbabve og Gíneu.

Dómarateymið var skipað fjórum konum. Mukansanga, sem er frá Rúanda, var aðaldómari. Carine Atemzabong frá Kamerún og Fatiha Jermoumi frá Marokkó voru aðstoðardómarar og þá var Bouchra Karboubi, sem er einnig frá Marokkó, VAR-dómari.

„Mukansanga hefur þurft að yfirstíga erfiðar hindrandir til að komast á þennan stað og hún á mikið hrós skilið. Þetta augnablik er ekki bara fyrir Salima heldur allar ungar stelpur í Afríku sem eru með ástríðu fyrir fótbolta og vilja dæma í framtíðinni," sagði Eddy Maillet, yfirmaður dómaranefndar fótboltasambands Afríku.


Athugasemdir
banner
banner