Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 18. janúar 2022 18:27
Brynjar Ingi Erluson
Hóta að setja Dembele á bekkinn - „Þetta virkar ekkert á mig"
Ousmane Dembele gæti þurft að dúsa á bekknum ef hann framlengir ekki
Ousmane Dembele gæti þurft að dúsa á bekknum ef hann framlengir ekki
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Franski landsliðsmaðurinn Ousmane Dembele fer væntanlega frá Barcelona í sumar nema eitthvað ótrúlegt gerist í viðræðum en Moussa Sissoko, umboðsmaður leikmannsins, segir að félagið hóti að setja hann á bekkinn ef hann skrifar ekki undir.

Viðræður Barcelona við Dembele sigldu í strand á dögunum þar sem launakrföur leikmannsins voru óraunhæfar.

Samningur hans við Börsunga rennur út í sumar en Newcastle er eitt þeirra félaga sem hefur sýnt honum mikinn áhuga. Dembele var keyptur til Barcelona frá Borussia Dortmund fyrir 130 milljónir punda árið 2017 en hann hefur þó staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans.

„Þessar ógnanir virka ekki á okkur. Það virkar kannski á umboðsmenn sem eru partur af þessu gamla Barcelona-gengi, en það er ekki raunin með mig. Ég er hér til að vernda hagsmuni Dembele," sagði Sissoko við RMC.

„Við erum ekki hér til að hella olíu á eldinn á samfélagsmiðlum en sannleikurinn verður að koma í ljós. Já, við erum með ákveðnar kröfur, en við höfum þegar sýnt að ákvarðanir Dembele á ferlinum eru ekki stýrðar af peningum, annars væri hann ekki hér."

„Ef Barca hefði einhvern áhuga á að ræða við okkur þá hefðu þeir gengið að borðinu til að ræða saman. Það hafa engar viðræður átt sér stað, bara hótanir um að spila honum ekki ef hann ákveður ekki að framlengja. Það er bannað og við munum leita réttar hans ef þess þarf,"
sagði hann í lokin.

Frá því Dembele samdi við Barcelona hefur hann spilað 129 leiki, skorað 31 mark og lagt upp 23.
Athugasemdir
banner
banner