Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   lau 18. janúar 2025 18:30
Daníel Darri Arnarsson
James Justin: Þeir mega alveg baula ef þeir vilja
Mynd: EPA
James Justin varnarmaður Leicester City ræddi við Premier League Productions eftir 2-0 tap gegn Fulham fyrr í dag um gengi liðsins síðustu vikur og um stöðu klúbbsins.

„Það er svekkjandi. Það hefur verið skelfilegt gengi hjá okkur í síðustu leikjum. Við reynum allt sem við getum til að breyta þessu en ekkert virðist ganga. Við fáum nokkra daga frí og munum síðan reyna gera betur og sjá hvar við getum bætt okkur,“

Justin tjáði sig um stuðningsmenn Leicester sem bauluðu á sína eigin leikmenn eftir leikinn: „Þeir borga fyrir að horfa á sitt lið spila og við erum ekki að gera klúbbnum neitt gagn eins og staðan er. Þeir mega alveg baula ef þeir vilja, til að vera hreinskilinn. Þeir hafa rétt á því. Það hjálpar samt engum, að mínu mati, en það er á okkar ábyrgð að breyta þessu og koma þeim aftur á okkar band.“

Hvað hann hafði að segja um stöðu liðsins í deildinni: „Hver sem er með augu sér að við eigum í vandræðum með að spila þessa dagana. Það er á okkar ábyrgð, innan félagsins og á æfingasvæðinu, að gera eitthvað til að komast úr þessari lægð. Við verðum að vera betri. Enska Úrvalsdeildin er erfið og maður þarf að taka einn leik í einu og einbeita sér að verkefninu fyrir framan sig.“
Athugasemdir
banner
banner
banner