Mosfellingurinn Jason Daði Svanþórsson lagði upp eina mark Grimsby Town er liðið gerði 1-1 jafntefli við Chesterfield í ensku D-deildinni í dag.
Jason Daði hefur verið að standa sig vel síðustu mánuði og stækkar hlutverk hans með hverjum leiknum.
Hann lagði upp eina mark liðsins í dag er hann kom boltanum á Jordan Davies á 17. mínútu og skoraði velski miðjumaðurinn örugglega.
Jason hefur nú komið að sex mörkum í deildinni á fyrsta tímabilinu en Grimsby er í harðri baráttu um umspilssæti. Liðið er í 9. sæti með 38 stig,fjórum stigum frá umspili.
Willum Þór Willumsson var fjarri góðu gamni í dag er Birmingham City vann Exeter, 1-0, í ensku C-deildinni. Blikinn var ekki í hópnum og þá var Alfons Sampsted á bekknum, en kom ekki við sögu. Birmingham er á toppnum með 56 stig.
Benoný Breki Andrésson var ónotaður varamaður hjá Stockport County sem lagði Reading að velli, 3-1. Stockport er í 6.s æti með 41 stig
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörn Volos sem tapaði fyrir Athens Kallithea, 2-0, í grísku úrvalsdeildinni. Þetta var annar leikur HJartar sem samdi við Volos fyrr í þessum mánuði. Liðið er í 10. sæti með 20 stig.
Athugasemdir